Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2012 | 20:15

Hættulegustu golfvellir heims (3. grein af 10)

Næsti hættulegi golfvöllurinn sem við heimsækjum er í Indonesíu.

Þetta er Merapi golfvöllurinn í Yogyakarta.

Hann er við rætur eins virkasta eldfjalls í heimi, Merapi og geta gos brotist út með skömmum fyrirvara. Síðast gaus í desember 2010 og þá skemmdist m.a. golfvöllurinn af grárri leireðju, sem kom upp úr fjallinu.  Þar áður gaus Merapi 2007 og þar áður 2006 og virðist fjallið því gjósa á 1-3 ára fresti.

Það sem fólki er sérstaklega hættulegt eins og í öðrum gosum eru eitraðar gosgufur og askan, sem fer yfir allt og er heit og brennir.   2010 létu 153 lífið og 320.000 fóru á vergang.

Fólk sem hefir spilað völlinn, sem er í útjarðri fornu borgarinnar Yogyakarta, segir að veðrið sé alltaf gott, útsýnið af vellinum ægifagurt og það sé ákveðin mystík að spila völlinn.

Hins vegar er eins gott að hafa eyrun opin, því viðvörunarbjöllur fara af stað, sé gos að fara að hefjast.