Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 20:00

Hættulegustu golfvellir heims (10. grein af 10)

Cape Kidnapper’s golfvöllurinn í Hawke’s Bay, á Nýja-Sjálandi er meðal hættulegustu golfvalla í heiminum …. þ.e.a.s. ef þið eruð lofthrædd.

Golfvöllurinn er byggður ofan á klettum og útsýnið þaðan á Kyrrahafið er að sögn engu líkt.

Á sex holum vallarins er gengið utan í klettunum eftir þröngu einstígi þar sem er 550 feta (183 metra) beint fall ofan í hafið.

Það verður sérstaklega að herða upp hugann þegar 15. holan er spiluð sem nefnist „Sjóræningja-plankinn“ (ens. „Pirate’s Plank.“)

Hér er gengið eftir golfbraut sem mjókkar stöðugt og endar á 60 feta víðri flöt, þar sem er frítt fall ofan í sjóinn.  Það er mjög mikilvægt vera ekkert að ganga mikið aftur á bak til þess að skoða púttlínuna hér!