Stefanía Elsa Jónsdóttir, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og því 16 ára í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Í fyrra hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA.

Stefanía Elsa (t.h) ásamt þeim Tuma (t.v.) og Ævarri Frey (f.m)

Nú í sumar keppti Stefanía Elsa í telpnaflokki 15-16 ára á Unglingamótaröð Arion banka með góðum árangri. Þannig varð Stefanía Elsa í 6. sæti á fyrsta móti mótaraðarinnar uppi á Skaga  hún varð í verðlaunasæti þ.e. 3. sætinu á 3. mótinu í Korpunni og í 10. sætinu á Íslandsmótinu í höggleik.

Stefanía Elsa varð í 2. sæti í Meistaraflokki á Meistaramóti GA 2012, sem er glæsilegur árangur 15 ára telpu!

Eins er eftirminnileg framganga Stefaníu Elsu í ár í sveitakeppni GSÍ en hún var í sveit GA og stóð sig best allra þar, vann tvo tvímenningsleiki sína!

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Stefania Elsa Jónsdóttir (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Beverly Hanson, 5. desember 1924 (88 ára); Lanny Wadkins, 5. desember 1949 (63 ára);  Anthony Irvin „Tony“ Sills, 5. desember 1955 (57 ára);  Chang-Ting Yeh (Taíwan), 5. desember 1968 (44 ára);  Andrea Maestroni (Ítali), 5. desember 1976 (38 ára);  Gloriana Soto (Costa Rica), 5. desember 1986 (26 ára)  ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is