Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 17:45

Sólskinstúrinn: Steve Surry og Andrew Georgiou deila 1. sæti á Nelson Mandela Championship

Í dag hófst í Suður-Afríku á Sólskinstúrnum, Nelson Mandela Championship. Þeir sem leiða eftir 1. dag eru Englendingurinn Steve Surry og Andrew Georgiou. Báðir spiluðu þeir á 6 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti eru bróðir Charl, Attie Schwartzel, Jacques Blaauw, Kevin Stone og Lindani Ndwandwe.  Allir léku þeir á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Nelson Mandela Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 17:30

LET: Shanshan Feng í 1.sæti þegar Omega Dubai Ladies Masters er hálfnað

Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng er í 1. sæti þegar Omega Dubai Ladies Masters er hálfnað.  Shanshan er búin að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65). Feng hefir 4 högga forskot á þá sem næst kemur ensku stúlkuna Felicity Johnson, sem nú nýverið hlaut fullan keppnisrétt á LPGA og við eigum eflaust eftir að sjá meira af!  Johnson er samtals búin að spila á 135 höggum (68 67). Þriðja sætinu deila 4 hörkugóðar þ.á.m. þýski kylfingurinn Caroline Masson, sem líkt og Johnson er búin að tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA, keppnistímabilið 2013.  Caroline deilir 3. sætinu með: Joönnu Klatten og Gwladys Nocera frá Frakklandi og Cindy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 17:00

GR: Ragnhildur Kristinsdóttir hlaut Háttvísibikar GR 2012

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Í ár er það Ragnhildur Kristinsdóttir sem hlýtur bikarinn, Ragnhildur er margfaldur íslandsmeistari á undanförnum árum í unglingaflokkum og sannað sig meðal þeirra bestu á Eimskipamótaröð fullorðinna þrátt fyrir ungan aldur. Ragnhildur er gríðarlega dugleg og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: PK Kongkraphan, Shasta Averyhardt, Stephanie Na, Inhong Lim og Haru Nomura (2. grein af 27)

Hér verða kynntar næstu 5 stúlkurnar af þeim 10 sem deildu 39. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 5 sem kynntar eru hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru: 1. PK Kongkraphan Patcharajutar Kongkraphan fæddist í Khonkaen, Thaílandi. Hún byrjaði að spila golf 5 ára. Hún sigraði  Asia Pacific Junior Golf Championship árið 2006 og varð í 2. sæti í Sea Games, árið 2007. Patcharajutar gerðist atvinnumaður í nóvember 2009. Hún hefir m.a. unnið 6 mót haldin á vegum China Ladies Professional Golf Association (CLPGA). Kongkraphan sigraði m.a. nú nýverið þ.e. 20. október 2012 í Ladies Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 15:00

LET: Tinna og Cheyenne Woods á sama skori eftir 1. dag í Marokkó 74 höggum!!!

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili spilaði 1. hring sinn á Lalla Aïcha Tour School 2013 í dag, en mótið fer fram í Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech, Marokkó. Tinna og frænka Tiger Woods, Cheyenne, sem er í sama riðli og Tinna, B-riðlinum, léku báðar á 2 yfir pari, 74 höggum. Tinna fékk 3 fugla, 11 pör, 3 skolla og 1 skramba á hringnum í dag meðan Cheyenne fékk 2 fugla, 13 pör, 2 skolla og 1 skramba. Þær deila sem stendur 39. sætinu ásamt 7 öðrum kylfingum, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistölur gætu raskast. Golf 1 óskar þeim Tinnu og Cheyenne Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 14:00

Golfútbúnaður: Titleist 913 brautartrén – myndskeið

Titleist 913F brautartrén eru í grunninn byggð á forvera sínum hvað hönnun og tækni snertir þ.e. Titleist 910F  en því sem hefir verið breytt er að reynt hefir verið að hámarka árangur kylfunnar þannig að meiri lengd náist úr henni. Titleist 913F brautartrén halda sama útlitinu (ens.: Tour-preferred look) og tilfinningin er sú sama og þegar spilað er með eldri Titleist brautartrjám. Til staðar er enn SureFit hosel tæknin sem gerir ráð fyrir að hægt sé að aðlaga bæði loft og legu óháð hvort öðru. Verkfræðingar Titleist unnu að því  að létta kylfuna og færðu til þyngdir í henni. Þannig var þyngd færð úr kylfuhöfðinu og þyngdin þess í stað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 11:40

Afmæliskylfingar dagsins: Arna Garðarsdóttir, Ásgeir Eiríksson og Guðmundur Pétursson – 6. desember 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru 3, en þeir eiga allir stórafmæli í dag. Það eru þau Guðmundur Pétursson, sem fæddur er 6. desember 1972 og á því 40 ára merkisafmæli; Arna Garðarsdóttir, sem fædd er 6. desember 1962 og á því 50 ára stórafmæli og kylfingurinn góðkunni, Ásgeir Eiríksson, sem fagnar 65 ára stórafmæli í dag, fæddur 6. desember 1947. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju hér að neðan: Guðmundur Pétursson (40 ára – Innilega til hamingju!!!) Arna Gardarsdottir (50 ára- Innilega til hamingju!!!) Ásgeir Eiríksson (65 ára – Innilega til hamingju) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Beth Allen, 6. desember 1981 (31 árs); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 11:00

John Senden leiðir eftir 1. dag Australian Open

Ástralski kylfingurinn John Senden leiðir eftir 1. dag Opna ástralska á  6 undir pari, 66 höggum á rólegum morgni í The Lakes golfklúbbnum í Sydney. Senden fékk 8 fugla en líka 2 skolla. Englendingurinn Justin Rose er meðal 5 kylfinga, sem deila 2. sætinu og eru 2 höggum á eftir Senden. Hann byrjaði vel fékk fugla á 3 af fyrstu 4 holum sínum og er á sama skori, 4 undir pari, 68 höggum og áströlsku „heimamennirnir“ Kim Felton, Brendan Jones,  Richard Green og Gareth Paddison frá Nýja-Sjálandi. Adam Scott sem var að æfa sig með styttri pútter fyrr í vikunni notaði gamla kústskaftið sitt og er í 28. sæti ásamt 14 öðrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 08:50

LET: Tinna hefur leik á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í Marokkó í dag

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili hefur í dag leik í lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna þ.e. Lalla Aïcha Tour School 2013. Spilað er á Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech í Marokkó. Mótið stendur dagana 6.-9. desember 2012 og skráðar til leiks eru 154 sem keppa í 2 riðlum A- og B-riðli og eru 77 í hvorum riðli. Tinna spilar í B-riðli og á rástíma kl. 8:50 (að íslenskum tíma, þ.e.a.s. akkúrat þegar þessi frétt birtist) og hefur leik á 10. teig. Hún er í ráshóp með danska kynskiptingnum Mianne Bagger og Nicole Becker frá Suður-Afríku. Cheyenne Woods, frænka Tiger, leikur einnig í B-riðli, líkt og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 08:00

Adam Scott heldur tryggð við kústskaftið

Adam Scott  er ákveðinn að halda sig við kústskaftið sitt, þ.e. langan pútter. Hann gerði nokkrar tilraunir með styttri púttera á þriðjudaginn (4. desember s.l.) og í helming á Pro-Am móti Australian Open sem hófst í nótt á Lakes golfvellinum í Ástralíu.. Scott er ákveðinn að nota kústskaftið sitt vel inn í næsta ár. „Ég pútta líklega með löngum pútter,“ sagði Scott um plön sín á Australian Open, „Ég hef varið tveimur síðustu árum í að læra að nota kústskaftið og það er það sem ég ætla að nota í þessari viku, að öllum líkindum“ Scott sagði að hann hefði verið að gera tilraunir með styttri pútter „bara mér til Lesa meira