Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 09:00

PGA: Camilo Villegas komst ekki í gegnum lokaúrtökumót PGA – Kim yngstur til að komast í gegn

Dagana 28. nóvember – 3. desember fór fram lokaúrtökumót PGA Tour á PGA West golfvellinum í La Quinta, Kaliforníu.

Að þessu sinni voru 165 kylfingar sem reyndu að komast í gegnum 6 hringja lokaúrtökumótið.

Meðal þeirra sem komust í gegn voru hjartaþeginn Eric Compton, 32 ára og 17 ára kóreanskur strákur Si Woo Kim, sem er sá yngsti til að komast í gegn, en hlýtur ekki þátttökurétt á PGA Tour fyrr en á 18 ára afmæli sínu 28. júní 2013.

Landi Kim, Dong hwan-Lee varð í 1. sæti á lokaúrtökumótinu en sá sem varð í 2. sæti er Englendingurinn Ross Fisher. Meðal annarra þekktra evrópskra kylfinga, sem komust í gegn er Svíinn Robert Karlsson.

Meðal þekktra kylfinga sem ekki komust í gegn er Camilo Villegas frá Kólombíu. Það munaði aðeins 2 höggum.

Camilo Villegas – kylfingurinn kynþokkafulli í kongólóarstellingunni frægu

Eftir úrslit vonbrigða sagði Villegas m.a.: „Ég er enn með takmarkaðan spilarétt þannig að vonandi kemst ég inn í nokkur mót á næsta ári. Ég hef alltaf reynt að vera kurteis og góður við styrktaraðila. Nú þarfnast ég elsku þeirra. Í lok dags, ef maður er nógu góður til að vera á PGA Tour þá verður maður á PGA Tour.“

Eftirfarandi 26 kylfingar hlutu kortin sína á PGA Tour og mun Golf 1 kynna þá alla á næstu dögum:

Dong-hwon Lee
Ross Fisher
Steve LeBrun
Richard H. Lee
Billy Horschel
Kris Blanks
Erik Compton
Brad Fritsch
Jin Park
Fabian Gomez
Michael Letzig
Jeff Gove
Steve Bowditch
Matt Jones
Robert Karlsson
Eric Meierdierks
Scott Langley
Aaron Watkins
Derek Ernst
Si Woo Kim
Tad Ridings
Donald Constable
Bobby Gates
Patrick Reed
Henrik Norlander
Chez Reavie

Til þess að sjá úrslitin í lokaúrtökumóti PGA í La Quinta SMELLIÐ HÉR: