Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 19:30

LET: Feng og Parker í 1. sæti í Dubai eftir 1. dag

Það eru Shanshan Feng og Florentyna Parker, sem deila forystunni eftir 1. dag Omega Dubai Ladies Masters, sem hófst í dag.

Báðar spiluðu þær á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 3. sæti eru Klara Spilkova frá Tékklandi, Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum og Sahira Hassan, frá Wales, sem deila 3. sætinu, en þær léku allar á 5 undir pari, 67 höggum.

Í 6. sæti eru síðan 8 kylfingar, sem allar léku á 4 undir pari, 68 höggum, en þ.á.m. er þýski kylfingurinn Caroline Masson, sem var að tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA á lokaúrtökumótinu í Daytona Beach nú fyrr í mánuðnum.

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: