Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 14:00

Hvað er svona fyndið?

PUMA íþróttavörufyrirtækið stendur þessa dagana fyrir skemmtilegum leik.

Lesendur eru beðnir að líta á myndina og geta sér til um hvað sé svona fyndið og leggja kylfingunum Ian Poulter og Adam Scott orð í munn.

Hægt er að vinna sér inn vetrargolfföt ef tekst að fá þá hjá PUMA til að hlægja.  Komast má á PUMA síðuna með leiknum með því að SMELLA HÉR: 

Nokkrar fyndnar tillögur hafa þegar borist, t.d.:

„Hvað er þetta Rory? Enginn klósettpappír. Við höfðum ekkert að gera með það… í alvöru!“ Sent af: eamxs88, á Bretlandi.

„Ég gef þér klukkutíma eða svo – ég var að taka frídropp þarna“ Sent af: Alimoor, á Bretlandi.

„Hvar er pútterinn þinn Scotty?“ Sent af: Andrew Dommett, á Englandi.