
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Carlos Del Moral (4. grein af 28)
Spánverjinn Carlos del Moral er einn af 5 kylfingum sem rétt sluppu inn á Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 24.-29. nóvember s.l.
Hann er ekki „nýr strákur“ á Evróputúrnum heldur einn af þeim, sem varð að fara aftur í Q-school til þess að halda keppnisrétti sínum.
Það er annað en var upp á teningnum 2010 en þá náði Carlos del Moral þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar, en lokaúrtökumótið fór líka fram á PGA Golf Catalunya vellinum í Girona, á Spáni í desemberbyrjun, 4.-10. desember 2010.
Hann er því öllum hnútum kunnur á PGA Golf Catalunya golfstaðnum.
Carlos del Moral fæddist 30. ágúst 1985 í Escorpion, í Valencia, á Spáni og er því 27 ára.
Hann þótti þegar mjög efnilegur sem unglingur, sigraði m.a. Duke of York Young Champions Trophy árið 2002, sama mót og Guðmundur Ágúst sigraði í 2010 og Ragnar Már nú s.l. sumar.
Carlos spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Oklahoma, en liðsfélagi hans var bandaríski atvinnukylfingurinn Anthony Kim.
Carlos Del Moral varð atvinnumaður í golfi árið 2005 og spilaði fyrst á Challenge mótaröðinni, þar sem hann vann m.a.Texbond Open.
Árin 2009 og að hluta 2010 spilaði hann á Evrópumótaröðinni; hann spilaði þó mestmegnis á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) 2010, þar sem hann vann 2. sigur sinn á atvinnumannsferlinum á M2M Russian Challenge Cup 2010.
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore