Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Harvie Ward? (2/2) 5. grein af 24 um „The Match“

Nú verður fram haldið með 2. hluta af kynningunni á Harvie Ward.

Árið 1957 missti Harvie Ward stöðu sína sem áhugamaður í golfi skv. umdeildri ákvörðun bandaríska golfsambandsins. Hann mátti ekki lengur vera áhugamaður vegna þess að hann hafði þegið peninga frá styrktaraðilum golfmóta. Ákvörðuninni var snúið árið 1958. Aðalstyrktaraðili Harvie var Eddie Lowery, sem á þeim tíma var í framkvæmdanefnd (ens.: Executive Committee) hafði á rangan máta krafist skattaafsláttar fyrir peninga sem hann lét Ward fá, en Harvie Ward var enn á þeim tíma starfsmaður í bílasölu Lowery í San Francisco. Ward vissi ekkert af hverju hann missti stöðuna sem áhugamaður, hafði sjálfur ekkert gert til þess að missa hana og var persónulega ekki um að kenna. Eftir ákvörðunina fór líf Ward á annan endann og það tók hann nokkur ár að jafna sig.

Harvie Ward spilaði á 19 risamótum atvinnumanna. Hann tók þátt í 11 Masters mótum og var tvívegis meðal 10 efstu (í 4. sæti 1957 og í 8. sæti 1955). Hann varð einnig meðal 25 efstu 5 sinnum og komst aðeins tvívegis ekki í gegnum niðurskurð. Á Opna bandaríska náði hann niðurskurði í 5 af 8 skiptum sem hann tók þátt, þ.á.m. varð hann í 7. sæti 1955.

Harvie Ward gerðist atvinnumaður í golfi 1974 og varð yfirkennari í golfklúbb. Kunnasti nemandi Harvie Ward er þrefaldur risamótssigurvegarinn Payne Stewart, sem fórst síðan í flugslysi.

Harvie Ward starfaði sem golfkennari í eftirfarandi golfklúbbum: Foxfire Country Club, Grand Cypress Golf Club (í Orlandó, Flórída), Interlachen Golf Club (Winter Park, Flórída) og Pine Needles Lodge & Golf Club (Southern Pines, í Norður-Karólínu).

 Harvie spilaði af og til á Öldungamótaröð PGA (ens.: Senior PGA Tour, sem heitir nú Champions Tour) frá 1980-1990.

Harvie Ward hlaut inngöngu í Íþróttafrægðarhöll Norður-Karólínu (ens.: North Carolina Sports Hall of Fame) árið 1965 og í the Carolinas Golf Reporters Association – Carolinas Golf Hall of Fame árið 1981 og síðan Carolinas PGA Hall of Fame árið 1996.

Heimild: Wikipedia