Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Alexander Levy (5. grein af 28)

Frakkinn Alexander Levy er einn af þeim 5 sem urðu í 24. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, sem fram fór 24.-29. nóvember í s.l. mánuði og tryggði sér þar með keppnisrétt 2013 á Evrópumótaröðinni, í fyrstu tilraun.

Alexander Levy er fæddur 1. ágúst 1990 i Orange, Kaliforníu og því 22 ára. Hann fluttist aftur til Frakklands 1994 (4 ára) og býr í dag í Bandaul í Frakklandi og er í golfklúbbnum Golf PGA France du Vaudreuil. Levy er með tvöfalt ríkisfang þ.e. er bæði franskur og bandarískur.

Levy er nr. 608 á heimslistanum í dag.

Levy hefir m.a. keppt í landsliðum Frakka t.a.m. á  World Amateur Team Champions (Eisenhower Trophy) árið 2010 og European Amateur Championship 2011.

Fræðast má nánar um Alexander Levy á vefsíðu umboðsaðila hans IMG með því að SMELLA HÉR: