Charl Schwartzel
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 22:00

Asíutúrinn: Schwartzel efstur á Thailand Golf Championship

Í dag hófst Thailand Golf Championship, sem er mót á Asíutúrnum. Efstur eftir 1. dag er Charl Schwartzel, en hann lék á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir er „heimamaðurinn“ Thitiphun Chuayprakong á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 3. sæti er svo Javi Colomo, sem spilar á Evrópumótaröðinni en því sæti deilir hann með indversk-sænska kylfingnum Daníel Chopra, en langt er síðan Chopra hefir verið svo ofarlega í móti. Báðir eru þeir á 5 undir pari, 67 höggum.

Fimm kylfingar deila síðan 5. sætinu Masters sigurvegarinn Bubba Watson; tveir suður-kóreanskir kylfingar: Hyun-bin Park og Joong-kyung Mo; heimamaðurinn Kiradech Aphibarnrat og Japaninn Masanori Kobayashi.

Lee Westwood og Ryo Ishikawa eru í hópi 16 kylfinga sem deila 21. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum.  John Daly er einnig í mótinu og spilaði á 74 höggum í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Thailand Golf Championship SMELLIÐ HÉR: