Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2012 | 12:15

Marcus Fraser leiðir þegar Australian Open er hálfnað

Það er Ástralinn Marcus Fraser, sem leiðir þegar Opna ástralska (ens.: Australian Open) er hálfnað.

Hann er búinn að spila á samtals 6 undir pari,  138 höggum (69 69) , þ.e. jafnt og fínt golf á the Lakes Course í Sydney.

Í 2. sæti eru landar hans John Senden, sem leiddi í gær og Brendan Jones, 1 höggi á eftir og einn í 4. sæti er enn einn Ástralinn, Nick Cullen, 2 höggum á eftir Marcus Fraser.

Það er ekki fyrr en í 5. sæti sem einhver utan Ástralíu situr á fleti, en þar er Justin Rose á samtals 3 undir pari, 141 höggi (68 73).  Fimmta sætinu deilir Rose með 5 heimamönnum: Matthew GogginGareth PaddisonRichard Green; Cameron Percy og Steven Jones.

Til þess að sjá stöðuna þegar Opna ástralska er hálfnað SMELLIÐ HÉR: