Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2012 | 11:45

Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald – 7. desember 2012

Það er nr. 2 á heimslistanum, Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins.

Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og er því 35 ára í dag. Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann varð bráðkvaddur fyrir ári síðan. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan.

Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór að skara fram úr var bróðir hans m.a.s. kylfusveinn hans og lengi vel frameftir eftir þegar Luke fór að spila á öllum helstu mótaröðum heims.

Eitthvað sinnaðist þeim bræðrum á síðasta ári og nú er Christian á pokanum hjá Martin Kaymer, en var þar áður hjá Paul Casey. Meðan þeir voru yngri var Luke meistari í Beaconsfield golfklúbnum tvívegis, sigraði titilinn fyrst 15 ára.

Luke var í Royal Grammar School High Wycombe og eftir útskrift þaðan sótti hann um inngöngu í fjölda háskóla í Bandaríkjunum á golfstyrk. Þjálfari Stanford, Wally Goodwin vildi fá Luke í lið sitt en Luke fékk því miður ekki inngöngu í háskólann; þannig að hann þáði skólastyrk í Northwestern University árið 1997. Hann lagði stund á listfræði  (ens.: art theory and practice) og varð félagi í Sigma Chi. Þjálfari hans í Northwestern var Pat Goss. Luke vann einstaklingskeppni  í NCAA Division I Men’s Golf Championships 1999 og bætti met, sem Tiger Woods hafði áður sett.

Luke þarf aldrei að sjá eftir Stanford, því á háskólaárum sínum í Northwestern kynntist hann eiginkonu sinni, Diane Antonopoulos, frá Chicago. Hann bað hennar í júní 2006 og þau giftust 24. júní 2007 á eyjunni Santorini í Grikklandi. Hjónin eignuðust sitt fyrsta barn, Elle Georgina, 25. febrúar 2010, þannig að litla stelpan hans Luke varð 1 árs, 2 dögum áður en pabbi varð heimsmeistari í holukeppni. Svo fæddist Luke og Diane enn lítil telpa þann 11.11´11, en við það tækifæri sagði Luke að talan 1 hefði verið sér góð en aldrei meir en þennan mikla „1″ dag í nóvember s.l.

Luke er mjög listrænn í sér, málar og hafa málverk hans verið seld á uppboði af PGA og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála. Luke og Diane safna einnig  samtímalistaverkum og eiga dágott safn. Þau halda heimili á 3 stöðum: Northfield, Illinois, Palm Beach Gardens, Flórída og í Wycombe, Buckinghamshire á Englandi.

Luke gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 10 árum, 2001. Í dag spilar hann bæði á PGA túrnum og Evrópumótaröðinni og á möguleika fyrstur kylfinga að verða efstur á peningalistum beggja mótaraða sama árið. Rory McIllroy setti strik í reikninginn, með sigri sínum á UBS Hong Kong Open og getur haft af Luke 1. sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar verði hann í 1. sæti í Dubai nú í vikunni, 8. -11. desember 2011 og Luke neðar en í 8. sæti. Ekki eru þó líkur á að það takist eins og staðan er núna því Rory er búinn að ná sér í vírus og Luke mætir vel úthvíldur og frískur til leiks  Með sigri sínum á CMN Hospital Classic í Flórída 23. október s.l. var Luke búinn að tryggja sér efsta sætið á peningalista PGA auk Vardon Trophy, Byron Nelson Award og útnefninguna kylfingur ársins (2011) á PGA.

Alls hefir  Luke Donald  sigrað 11 (12) sinnum á atvinnumannsferli sínum á PGA og Evrópumótaröðinni:

5 sigrar á bandarísku PGA mótaröðinni:
1) 1. sæti 2. nóvember 2002 Southern Farm Bureau Classic -15 (66-67-68=201) vann Deane Pappas með 1 höggi.
2) 1. sæti 12. mars 2006 Honda Classic -12 (72-67-68-69=276) vann Geoff Ogilvy með 2 höggum.
3) 1. sæti 27. febrúar 2011 WGC-Accenture Match Play Championship 3&2 vann Martin Kaymer í úrslitum.

4) 1. sæti 23. október 2011 CMN Hospital Classics -17 (66-71-70-64=271) vann Justin Leonard með 2 höggum.

5) 1. sæti 18. mars 2012 á Transitions Championship -13 (67-68-70-66=271) vann Bae Sang Moon, Jim Furyk og Robert Garrigus í umspili.
vann Justin Leonard með 2 höggum

6  sigrar á Evrópumótaröðinni:
1) 1. sæti  1. ágúst 2004 Scandinavian Masters by Carlsberg -16 (69-65-69-69=272) vann Peter Hanson með 5 höggum
2) 1. sæti 5. september 2004 Omega European Masters -19 (67-67-65-66=265) vann  Miguel Ángel Jiménez með 5 höggum
3) 1. sæti 30. maí 2010 Madrid Masters -21 (65-67-68-67=267) vann  Rhys Davies með 1 höggi
4) 1. sæti 27. febrúar 2011 WGC-Accenture Match Play Championship 3&2 vann  Martin Kaymer í úrslitum

5) 1. sæti  29. maí 2011 BMW PGA Championship -6 (64-72-72-70) vann Lee Westwood í umspili

6) 1. sæti 10. júlí 2011 Barclays Scottish Open -19 (67-67-63=197) vann Fredrik Anderson Hed með 4 höggum.

7) 1. sæti 27. maí 2012 BMW PGA Championship – 15 (68-68-69-68) átti 4 högg á Paul Lawrie og Justin Rose.

Luke komst í fyrsta sinn meðal topp 10 á heimslistanum 2006. Í janúar 2007 var hann um skamma stund hæst „rankaði“ kylfingur Evrópu á listanum.  Frá og með 28. febrúar 2011 var hann í 3. sæti heimslistans og eftir því sem leið á árið náði hann 1. sætinu.

Loks ber að geta þess að Luke Donald var hluti af sigursælu liði Evrópu sem vann Ryder Cup 2010 og 2012, s.s. flestum er í fersku minni.

Luke  auglýsir fyrir  The Royal Bank of Scotland Group (RBS) ásamt Paulu Creamer og  Jack Nicklaus, en RBS er gríðarsterkur stuðningsaðili.

Eins er Luke á samningi til margra ára við Mizuno, en hann notar m.a. brautartré, járn og wedga frá Mizuno. Jafnframt er poki Luke frá Mizuno, sem og kylfucover hans, regnhlíf og skyggni. Hann fær  $1 millijón bara fyrir að vera með Mizuno skyggnið og í samningnum segir að sú upphæð fjórfaldist vinni hann risamót, s.s. Masters.

Luke Donald er einnig á samningi hjá Footjoy, þ.e. auglýsir skó fyrirtækisins.

Polo Ralph Lauren tilkynnti í febrúar 2011 að samningur hefði verið gerður við Luke til margra ára um að hann klæddist og auglýsti golffatnað fyrirtækisins.

Heimild: Wikipedia

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Daniel David Sikes, Jr., f. 7. desember 1929 – d. 20. desember 1987;  Michael Rexford Nicolette, 7. desember 1956 (56 ára);  Sarah Kemp, 7. desember 1985 (27 ára);  Billy Horschel, 7. desember 1986 (26 ára) ….. og …..

Sigursveinn Þórðarson (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is