Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og því 18 ára í dag.  Athuga skal að þessi afmælisdagur er nokkuð sérstakur – það er 12.12.12 og afmælisfréttin birtist kl. 12!!!!  Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Hann spilaði á Unglingamótaröð Arion banka sl. sumar með góðum árangri; varð m.a. í 2. sæti á 1. mótinu upp á Skaga; hann varð í 3. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli að Hellishólum; hann varð í 12. sæti á 2. mótinu í Korpunni; Benedikt varð í 9. sæti á Íslandsmótinu í höggleik; Benedikt var efstur þeirra sem komust í 16 manna úrslitin í  Íslandsmótinu í holukeppni, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 11:00

Slegið af toppi World Trade Center í NY með TaylorMade R11 TP dræver

Á facebook síðu TaylorMade gefur að líta svakalega mynd, sem eflaust er ágætis auglýsing fyrir golfkylfuframleiðandann vinsæla. Um 4400 manns hafa þegar „like-að“ myndina. Komast má á facebook síðu TaylorMade með því að SMELLA HÉR:  Við myndina stendur stendur: „Besta jólagolfkortið. Við þökkum TaylorMade aðdáandanum Kevin Sabbagh fyrir að senda okkur þessa ótrúlegu mynd af sér þar sem hann sést sveifla R11 TP dræver á toppi World Trade Center 1 í New York City.“ Spurning hvar boltinn lenti? Ofan á þyrlupalli næsta þaks eða í götunni fyrir neðan? Ekki gott að fá golfkúlu í sig úr svona mikilli hæð og spurning hvort það leiði ekki til skaðabótaskyldu verði einhver eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 09:30

NGA: Ólafur Lofts á 69 og Alexander Gylfa á 73 höggum eftir 1. dag í Disney – Lake Buena Vista mótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK og Alexander Gylfason, GR taka þátt í 7. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series.  Að þessu sinni er spilað í Disney – Lake Buena Vista, í Flórída. Mótið hófst í gær en það stendur 11.-13. desember.  Þátttakendur eru 113 og aðeins 40 fara í gegnum niðurskurð og fá að spila 3. og síðasta hring mótsins til fjár. Fyrsti hringurinn var spilaður í gær. Ólafur Björn lék á 3 undir pari, 69 höggum, fékk 1 glæsiörn, 4 fugla, 10 pör og 3 skolla.  Hann deilir sem stendur 28. sætinu og með góðum hring í dag ætti hann að komast í gegnum niðurskurð. Alexander  spilaði á 1 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 09:00

25 helstu golffréttir ársins 2012

Hverjar skyldu nú vera helstu golffréttir ársins 2012? Skyldu það vera kaup Trump á Doral í Flórída á árinu eða allt fjaðrafokið í Skotlandi vegna opnunar hans á Trump International golfklúbbnum nálægt Aberdeen? Er það þátttaka Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í fyrrverandi Bob Hope Classic mótinu, sem nú heitir Humana Challenge? Eru það nýju kylfingarnir sem stigið hafa fram í fremstu raðir á árinu s.s. Lydia Ko, Stacy Lewis, Jason Dufner, Brandt Snedeker eða allur uppgangur Rory McIlroy? Er það hrun Adam Scott á Opna breska eða sigur Ernie Els í því móti eða það að Augusta National hafi opnað dyr sínar fyrir fyrstu tveimur konunum? Dæmið sjálf. Golf Digest Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 21:00

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (6/9) 11. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Sam Little (10. grein af 28)

Sam Little fæddist 31. ágúst 1975 og er því 37 ára. Hann er því fæddur sama dag og golfsnillingarnir Charl Schwartzel, Pádraig Harrington og Gísli Sveinbergsson í GK.  Sam býr í Rickmansworth, Hertfordshire, í England Sam Little gerðist atvinnumaður í golfi árið 1997 og var farinn að spila á Áskorendamótaröðinni árið 1999, þar sem hann sigraði í 1. sinn árið 2001. Árið 2004 vann hann 2. sigur sinn á Áskorendamótaröðinni og hlaut í fyrsta skipti kortið sitt á Evrópumótaröðinni gegnum  Q-school. Hann varð þekktur fyrir að ná að halda kortinu sínu á síðustu stundu og slapp naumlega í 115 kylfinga hópinn sem hlaut kortin sín að nýju árið  2005, 2008 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 18:00

Tilkynnt hver verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder Cup næsta fimmtudag – Hver skyldi það vera?

Bandaríska PGA of America tilkynnir n.k. fimmtudag hver mun leiða lið Bandaríkjanna í Ryder Cup á Gleneagles í Skotlandi, 2014. Það er mjög líklegt að næsti fyrirliði muni verða undir miklum þrýstingi frá bandarískum aðdáendum eftir beiskan ósigur á heimavelli í Medinah Country Club s.l. september. Paul Azinger, sem var fyrirliði liðs Bandaríkjanna 2008, telur líklegt að það verði annaðhvort  David Toms eða Larry Nelson sem muni leiða lið Bandaríkjanna í Skotlandi 2014, sbr. neðagreint tvít: Paul Azinger ✔ @PaulAzinger The American Ryder Cup captain will be picked soon. If its not @davidtomsgolf or @Larry_Nelson I’ll be shocked. 11 Dec 12 ReplyRetweetFavorite En s.l. laugardag skrifaði golffréttamaður Golf Digest með meiru, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 17:00

Rory valinn kylfingur ársins af blaðamönnum

Heimsins besti, Rory McIlroy , hlaut fyrir skemmstu Association of Golf Writers’ Trophy þ.e. var útnefndur kylfingur ársins 2012 af blaðamönnnum. Þeir sem fjalla um golf dags daglega og skrifa fréttir þar um og eru félagar í sambandi golffréttaritara þ.e. Association of Golf Writers (AGW) völdu Rory. Þessi heiður hlotnast Rory stuttu eftir að hann var útnefndur kylfingur ársins á PGA Tour. Rory vann annað risamót sitt með 8 högga mun á næsta mann í ár, þ.e. PGA Championship á Kiawah Island. Auk þess sigraði krullinhærði Norður-Írinn (Rory) líka 4 önnur mót þ.á.m. lokamót Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship og náði að leika eftir afrek Luke Donald frá síðasta ári og verða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Breanna Elliott, Jiayun Li og Kelly Jacques (7. grein af 27)

Í dag verða 3 stúlkur af 7 kynntar sem urðu í 17. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 3, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil og eru þær ÓHEPPNU, því alls urðu 7 stúlkur jafnar í 17. sæti og fóru því allar í bráðabana til þess að skera úr um hver þeirr hlyti þau 4 sæti sem í boði voru til að öðlast fullan keppnisrétt á LPGA, en aðeins 20 efstu hljóta fullan keppnisrétt og kortið sitt á LPGA 2013. Breanna Elliott, Jiayun Li og Kelly Jacques voru þær óheppnu, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 12:45

GK: Atli Már valinn bjartasta vonin og Henning Darri hlaut Framfarabikar drengja á aðalfundi Golfklúbbsins Keilis í gær

Í gærkvöldi fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Keilis í  Golfskálanum á Hvaleyrarvelli. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum. Helstu rekstrarniðurstöður voru: Félögum fjölgaði á milli ára um 48, hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 27.499.129 og hagnaður ársins nam 42.080.491. Bergsteinn Hjörleifsson var endurkjörinn formaður Keilis. Einnig voru kosinn í stjórn: Til tveggja ára, Ingveldur Ingvarsdóttir og Guðmundur Haraldssson. Til eins árs, Sveinn Sigurbergsson og Hálfdan Karlsson. Á fundinum voru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu: Bjartasta vonin:  Atli Már Grétarsson. Framfarabikar drengja: Henning Darri Þórðarsson. Framfarabikar stúlkna: Anna Sólveig Snorradóttir. Háttvísibikar GSÍ: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Bikarmeistari Keilis: Jón Ingi Jóhannesson. Þrautseigjuverðlaun: Kristinn Kristinsson. Til þess að sjá ársskýrslu Golfklúbbsins Keilis Lesa meira