Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Sam Little (10. grein af 28)

Sam Little fæddist 31. ágúst 1975 og er því 37 ára. Hann er því fæddur sama dag og golfsnillingarnir Charl Schwartzel, Pádraig Harrington og Gísli Sveinbergsson í GK.  Sam býr í Rickmansworth, Hertfordshire, í England

Sam Little gerðist atvinnumaður í golfi árið 1997 og var farinn að spila á Áskorendamótaröðinni árið 1999, þar sem hann sigraði í 1. sinn árið 2001.

Árið 2004 vann hann 2. sigur sinn á Áskorendamótaröðinni og hlaut í fyrsta skipti kortið sitt á Evrópumótaröðinni gegnum  Q-school.

Hann varð þekktur fyrir að ná að halda kortinu sínu á síðustu stundu og slapp naumlega í 115 kylfinga hópinn sem hlaut kortin sín að nýju árið  2005, 2008 og 2009 Hann varð í 2. sæti á lokamóti ársins 2007 og fór úr 170.sætinu sem hann var í í það 76. og rétt bjargaði sér eina ferðina enn. Þetta er enn besti endir hans á keppnistímabili.

Árið 2010 missti Little hins vegar kortið sitt eftir að hafa orðið í 182. sæti á peningalistanum og sneri aftur á Áskorendamótaröðina. Árið 2011 vann Little 3 mót frá september-október og hlaut aftur kortið sitt á Evrópumótaröðina það sem eftir var 2011 og 2012.

Nú spilar hann að nýju á Evrópumótaröðinni 2013 eftir að hafa orðið í 20. sæti í Q-school 2012.

Sam Little er kvæntur konu sinni Maríu og á 3 börn þ.á.m. tvíbura: Zach (f. 2004), Nathalie (f. 2007), Emilíu (f. 2007). Bróðir Sam, Jamie, er líka atvinnumaður í golfi og spilar á Áskorendamótaröðinni.