Jyalun Li
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Breanna Elliott, Jiayun Li og Kelly Jacques (7. grein af 27)

Í dag verða 3 stúlkur af 7 kynntar sem urðu í 17. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 3, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil og eru þær ÓHEPPNU, því alls urðu 7 stúlkur jafnar í 17. sæti og fóru því allar í bráðabana til þess að skera úr um hver þeirr hlyti þau 4 sæti sem í boði voru til að öðlast fullan keppnisrétt á LPGA, en aðeins 20 efstu hljóta fullan keppnisrétt og kortið sitt á LPGA 2013. Breanna Elliott, Jiayun Li og Kelly Jacques voru þær óheppnu, sem töpuðu í bráðabananum þ.e. duttu fyrstar út. Þær verða nú kynntar:

1. Breanna Elliott

Breanna Elliott

Breanna Elliott er félagi í  Yarrawonga & Border & Kingston Heath golfklúbbunum í Ástralíu.  Hún er í golflandsliði Ástrala.

Í maí 2012 varð hún 5. besti áhugamaður í heimi meðal kvenna þegar hún sigraði á  the New South Wales Stroke Play Championship  og bætti þar með við sigra sína fyrr á árinu á Western Australian Amateur, the Western Australian Stroke Play Championship og South Australia Stroke Play Championships. Árið 2011 sigraði hún á Lake Macquarie Amateur Championship og  2010 vann hún the Queensland Stroke Play Championship.

Sem stendur er Breanna nr. 9 á heimslista áhugamanna.

2. Jiayun Li

Jiayun Li

Jiayun Li er fyrirliði kínverska kvennalandsliðsins í golfi.  Hún er fædd 29. ágúst 1988 og er frá Guangzhou í Kína. Hér má sjá skemmtilegt viðtal LET við hana, sem e.t.v. er besta kynningin á henni SMELLIÐ HÉR: 

3. Kelly Jacques

Kelly Jacques

Sú allra óheppnasta í ár er Kelly Jacques frá Bandaríkjunum. Hún var T-6 fyrir lokahringinn á lokaúrtökumótinu; svo til búin að tryggja sér kortið sitt og fullan spilarétt á LPGA 2013 þegar lokahringurinn upp á 75 högg eyðilagði allt. Hefði hún bara spilað á 74 hefði hún verið með fullan keppnisrétt. En svona til þess að kóróna allt saman lenti hún í 17. sæti og var í hópi 7 stúlkna, sem háðu bráðabana um kortið og Kelly var ein af 3 sem fyrst féll úr keppni í bráðabananum og hlýtur því aðeins takmarkaðan 6 leikja spilarétt á LPGA á næsta ári, nema styrktaraðilar bjóði henni í fleiri mót.

Kelly er fædd 28. apríl 1986 og er því 26 ára. Hún á m.a. sama afmælisdag og John Daly og Jiyai Shin. Meðal helstu afreka hennar á golfsviðinu er eftirfarandi:

Hún vann tvívegis the Colorado State High School Class 5A Championships (2003, 2004).
Hún hlaut tvisvar the Sportswomen of Colorado Golfer of the Year Award (2003, 2004).
Hún varð 10 sinnum meðal 10 efstu meðan á háskólaárum sínum í golfliði University of Oklahoma.
Árið 2007  var hún í All-Big 12 Conference Team selection.
Árið 2007 var hún í Big 12 Conference All-Tournament Team selection.
Hún varð í 3. sæti og sá áhugamaður sem komst lengst árið  2007 í Colorado Women’s Open.
Kelly tók þátt í þætti  Golf Channel’s „Big Break Ireland“ árið 2011.

Kelly hefir frá árinu 2009 spilað á Futures (nú Symetra) Tour.