Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 11:00

Slegið af toppi World Trade Center í NY með TaylorMade R11 TP dræver

Á facebook síðu TaylorMade gefur að líta svakalega mynd, sem eflaust er ágætis auglýsing fyrir golfkylfuframleiðandann vinsæla.

Um 4400 manns hafa þegar „like-að“ myndina. Komast má á facebook síðu TaylorMade með því að SMELLA HÉR: 

Við myndina stendur stendur:

„Besta jólagolfkortið. Við þökkum TaylorMade aðdáandanum Kevin Sabbagh fyrir að senda okkur þessa ótrúlegu mynd af sér þar sem hann sést sveifla R11 TP dræver á toppi World Trade Center 1 í New York City.“

Spurning hvar boltinn lenti? Ofan á þyrlupalli næsta þaks eða í götunni fyrir neðan? Ekki gott að fá golfkúlu í sig úr svona mikilli hæð og spurning hvort það leiði ekki til skaðabótaskyldu verði einhver eða eitthvað (menn eða munir) á jörðu niðri fyrir tjóni af því að golfbolta er þeytt svona gáleysislega um loftin blá? Síðan er ekki til mynd af Sabbagh í framsveiflu – spurning hvað varð um hann? Skyldi hann hafa haldið jafnvægi?

Kevin Sabbagh. Mynd: NYT

Annars er Sabbagh þessi þekktur fyrir að taka háskalegar myndir af sér í mikilli hæð en hann vinnur sem byggingarmaður háhýsa og sérhæfir sig sérstaklega í stálbitum.