Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og því 18 ára í dag.  Athuga skal að þessi afmælisdagur er nokkuð sérstakur – það er 12.12.12 og afmælisfréttin birtist kl. 12!!!!  Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Hann spilaði á Unglingamótaröð Arion banka sl. sumar með góðum árangri; varð m.a. í 2. sæti á 1. mótinu upp á Skaga; hann varð í 3. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli að Hellishólum; hann varð í 12. sæti á 2. mótinu í Korpunni; Benedikt varð í 9. sæti á Íslandsmótinu í höggleik; Benedikt var efstur þeirra sem komust í 16 manna úrslitin í  Íslandsmótinu í holukeppni, en laut síðan í lægra haldi fyrir Bjarka Péturssyni, GB 3&2 og komst ekki í 8 manna úrslitin. Loks varð Benedikt í 12. sæti á lokamóti Unglingamótaraðarinnar á Urriðavelli.

Benedikt Sveinsson, GK á Íslandsmótinu á Hellu. Mynd: Golf 1.

Benedikt varð í 14. sæti í Meistaraflokki í Meistaramóti Keilis 2012. Hann spilaði einnig á Eimskipsmótaröðinni, komst m.a. glæsilega í gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu! Benedikt tók þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ og er hér aðeins fátt eitt nefnt af golfsumari Benedikts. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (72 ára);  Philip Parkin, 12. desember 1961 (51 árs);  Deane Pappas, 12. desember 1967 (45 ára);  Ryuichi Oda, 12. desember 1976 (36 ára);  Joanne Clingan, 12. desember 1978 (34 ára);  Danah Bordner, 12. desember 1980 (32 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is