Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 09:00

25 helstu golffréttir ársins 2012

Hverjar skyldu nú vera helstu golffréttir ársins 2012?

Skyldu það vera kaup Trump á Doral í Flórída á árinu eða allt fjaðrafokið í Skotlandi vegna opnunar hans á Trump International golfklúbbnum nálægt Aberdeen?

Er það þátttaka Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í fyrrverandi Bob Hope Classic mótinu, sem nú heitir Humana Challenge?

Eru það nýju kylfingarnir sem stigið hafa fram í fremstu raðir á árinu s.s. Lydia Ko, Stacy Lewis, Jason Dufner, Brandt Snedeker eða allur uppgangur Rory McIlroy?

Er það hrun Adam Scott á Opna breska eða sigur Ernie Els í því móti eða það að Augusta National hafi opnað dyr sínar fyrir fyrstu tveimur konunum?

Dæmið sjálf.

Golf Digest hefir tekið saman í máli og myndum helstu 25 golffréttir ársins 2012 sem sjá má með því að SMELLA HÉR: