Hver er kylfingurinn: Larry Nelson?
Margir, allaveganna af yngri kynslóð kylfinga í dag, urðu hvumsa við þegar spurðist að Larry Nelson væri að sækjast eftir að verða fyrirliði í Ryder Cup liði Bandaríkjanna. Tom Watson er þó þekktur, því hann er ennþá að, karlinn, 63 ára – en minna hefir farið fyrir Larry Nelson. Vörpum aðeins ljósi á það hver Larry Nelson er: Larry Gene Nelson fæddist 10. september 1947 í Fort Payne, Alabama og varð því 65 ára sl. september. Hann myndi því vera 67 ára hefði hann fengið að stýra liði Bandaríkjanna í Ryder Cup í Gleneagles 2014. Larry á sama afmælisdag og annar snillingur golfíþróttarinnar, Arnold Palmer, en að vísu er Palmer Lesa meira
Larry Nelson vonsvikinn að vera ekki valinn fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjanna
Í dag verður tilkynnt hvern PGA of America velur sem fyrirliða til að stýra bandaríska Ryder Cup liðinu til sigurs 2014, í Gleneagles. Þegar er búið að spá og spekúlera mikið í hver verði fyrir valinu og þrír hafa þótt líklegastir Tom Watson, David Toms og Larry Nelson. Þeir á bandarísku sjónvarstöðinni Golf Channel beinlínis staðhæfðu í gær að það væri Tom Watson, sem yrði valinn. A.m.k. er ljóst að það verður EKKI Larry Nelson. Larry Nelson virtist líka á því að Watson hefði verið valinn því hann sagði að hann teldi það frábæra hugmynd hjá PGA of America að velja einhvern eldri til þess að vera fyrirliði Ryder Cup…. hann Lesa meira
NGA: Ólafur Björn komst í gegnum niðurskurð á Lake Buena Vista mótinu!!!
Ólafur Björn Loftsson, NK og Alexander Gylfason, GR taka þátt í 7. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series. Að þessu sinni er spilað í Disney – Lake Buena Vista, í Flórída. Mótið stendur 11.-13. desember. Þátttakendur eru 113 og aðeins 42 fóru í gegnum niðurskurð og fá að spila 3. og síðasta hring mótsins til fjár í dag. Ólafur Björn komst í gegnum niðurskurð og fær því að spila lokahringinn í dag!!!! Fyrri hringinn lék Ólafur Björn á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum, fékk 1 glæsiörn, 4 fugla, 10 pör og 3 skolla. Eftir fyrri daginn var hann í 28. sæti. Í gær spilaði Ólafur Björn á 1 Lesa meira
GKB: Jóhann endurkjörinn formaður – hagnaður 40 milljónir af rekstri klúbbsins
Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn í fyrradag, þriðjudaginn 11. desember. Jóhann Friðbjörnsson var endurkjörinn sem formaður og mun hann því stýra klúbbnum 8. árið í röð. Hagnaður var af rekstri klúbbsins og heildartekjur ársins um 40 milljónir króna. Um 40 félagar mættu á aðalfundinn. Þar kom fram að 330.000 króna hagnaður var af rekstri klúbbsins fyrir afskriftir. Tekjur vor um 40 milljónir króna. Skuldir hafa lækkað á milli ára um 8 milljónir eftir samning sem var gerður við Meistarafélag Húsasmiða á árinu. Langtímaskuldir klúbbsins eru í dag um 6 milljónir króna og eru þær aðallega tilkomnar vegna vélakaupa undanfarin ár. Stjórn GKB er skipuð eftirtöldum: Formaður: Jóhann Friðbjörnsson Gjaldkeri: Jenetta Lesa meira
LEK: Guðjón Sveinsson nýr formaður LEK – Henrý Gränz hlaut gullmerki GSÍ
Aðalfundur LEK var haldinn í golfskála GR sunnudaginn 2. desember og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Formaður stjórnar, Henrý Gränz flutti skýrslu stjórnar og lagður var fram endurskoðaður ársreikningur fyrir síðasta starfsár. Uppstillingarnefnd lagði fram tillögur um nýja stjórnarmenn og voru þeir sjálfkjörnir. Þar sem nokkrir úr fyrri stjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs var um töluverðar breytingar að ræða. Nýr formaður var kjörinn Guðjón Sveinsson og aðrir í stjórn þau Margrét Geirsdóttir (kjörin til tveggja ára), Magnús Hjörleifsson, Tryggvi Þór Tryggvason og Gunnar Árnason sem var kjörinn 2011 til tveggja ára. Í varastjórn voru kjörin þau Elías Kristjánsson og Rut Marsibil Héðinsdóttir. Úr stjórn gengu Henrý Gränz, Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (7/9) 12. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Michael Jonzon (11. grein af 28)
Næstir í röðinni af þeim sem kynntir verða hér eru þeir 4 eða réttara sagt 3 sem urðu í 16. sæti í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona, á Spáni 24. -29. nóvember 2012. Einn af þeim sem varð í 16. sæti hefir þegar verið kynntur þ.e. Daninn Morten Örum Madsen sem náði þeim frábæra árangri að verða T-4 á 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni 3 dögum eftir að hann lauk keppni í Q-school, þ.e. á Nelson Mandela Championship í Suður-Afríku. Hinir 3 sem urðu í 16. sæti í Q-school voru Chris Lloyd, Michael Jonzon og David Higgins. Við byrjum að kynna Michael Jonzon. Michael fæddist 21. apríl Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Irene Cho (8. grein af 27)
Næstu daga verða þær 4 stúlkur kynntar sem voru svo heppnar að halda lengst út í 7 stúlkna bráðabana á lokaúrtökumóti LPGA, um hverjar myndu hljóta síðustu 4 sætin af efstu 20 en allar urðu þessar 7 jafnar í 17. sæti. Þær heppnu sem hlutu 17.,18., 19. og 20. sætið voru Irene Cho, Taylore Karle, Nicole Jeray og Lauren Doughtie, allar frá Bandaríkjunum. Lokaúrtökumótið fór fram 28. nóvember – 2. desember 2012. Í dag verður Irene Cho kynnt. Irene fæddist 10. ágúst 1984 í La Habra, Kaliforníu og er því 28 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára. Innan nokkurra ára varð hún besti kylfingurinn á Unglingamótaröð Bandaríkjanna sem Lesa meira
Florida Professional Golf Tour: Engu munaði að Nökkvi næði í gegnum niðurskurð á Eastwood
Nökkvi Gunnarsson, NK, spilar á Flórída Professioanl Golf Tour. Hann tók dagana 10.-11. desember þátt í móti í Eastwood Golf Club í Orlando, Flórída þar sem þátttakendur voru 44. Aðeins efstu 15 hlutu peningaverðlaun. Nökkvi var jafn 3 öðrum í 19. sæti og munaði aðeins 2 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Nökkvi lék á samtals 146 höggum (74 72). Á 5. holu var skinnaleikur sem Nökkvi vann ásamt 5 öðrum á 2. degi mótsins og hlaut að launum $ 11.67. Síðasta mótið í desember á Florida Professional Golf Tour fer fram n.k. helgi þ.e. 15.-16. desember 2012. Til þess að sjá úrslitin á mótinu í Eastwood Golf Club Lesa meira
Golfbrelluhögg 11 ára stráks – myndskeið
Hér er svöl golfbrella sem Daulet Tuleubayev – 11 ára strákur frá Kazakhstan sýnir. Það má alveg reyna að leika hana eftir – passið bara að meiða ykkur ekki!!! Þessu myndskeiði var hlaðið inn á You Tube fyrir 2 árum næstum upp á dag – en það stendur alveg fyrir sínu enn!!! Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:









