Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 18:00

Tilkynnt hver verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder Cup næsta fimmtudag – Hver skyldi það vera?

Bandaríska PGA of America tilkynnir n.k. fimmtudag hver mun leiða lið Bandaríkjanna í Ryder Cup á Gleneagles í Skotlandi, 2014.

Það er mjög líklegt að næsti fyrirliði muni verða undir miklum þrýstingi frá bandarískum aðdáendum eftir beiskan ósigur á heimavelli í Medinah Country Club s.l. september.

Paul Azinger, sem var fyrirliði liðs Bandaríkjanna 2008, telur líklegt að það verði annaðhvort  David Toms eða Larry Nelson sem muni leiða lið Bandaríkjanna í Skotlandi 2014, sbr. neðagreint tvít:

Paul Azinger

@PaulAzinger
The American Ryder Cup captain will be picked soon. If its not @davidtomsgolf or @Larry_Nelson I’ll be shocked.
11 Dec 12 ReplyRetweetFavorite

En s.l. laugardag skrifaði golffréttamaður Golf Digest með meiru, Ron Sirak, um Tom Watson og löngun hans til þess að leiða annað lið Bandaríkjamanna í Rydernum. Watson leiddi lið Bandaríkjanna til sigurs 1993. (Það væri gaman fyrir hann að fá að endurtaka leikinn 21 ári síðar!!!)

„Það væri mikill heiður ef það væri hnippt í öxlina á mér,“ sagði Watson í viðtali Sirak. „(Árið) ´93 var síðasta skiptið sem ég hef verið í Rydernum. Ég myndi gjarnan vilja koma aftur sem fyrirliði. Það væri svalt!“

Hins vegar telja ýmsir að líkurnar séu gegn Watson. Bandaríkjamenn hafa ekki sent sama mann til að gegna stöðu fyrirliða í Rydernum í tvígang frá árinu 1987, en þá var Jack Nicklaus í 2. skiptið fyrirliði (hann gegndi fyrirliðastöðunni 1983 og 1987).

Allir 3 mennirnir sem taldir eru líklegastir til að hneppa hnoss fyrirliðastöðunnar í Rydernum hafa mikla Ryder Cup reynslu. Nelson spilaði í Rydernum 1979, 1981 og 1987. Toms spilaði 2002, 2004 og 2006. Og Watson spilaði 1977, 1981, 1983 og 1989  og leiddi líka Bandaríkjamenn til sigurs 1993.

Heimild: CBS Sports