Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2012 | 07:15

GKB: Jóhann endurkjörinn formaður – hagnaður 40 milljónir af rekstri klúbbsins

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn í fyrradag, þriðjudaginn 11. desember. Jóhann Friðbjörnsson var endurkjörinn sem formaður og mun hann því stýra klúbbnum 8. árið í röð. Hagnaður var af rekstri klúbbsins og heildartekjur ársins um 40 milljónir króna.

Um 40 félagar mættu á aðalfundinn. Þar kom fram að 330.000 króna hagnaður var af rekstri klúbbsins fyrir afskriftir. Tekjur vor um 40 milljónir króna. Skuldir hafa lækkað á milli ára um 8 milljónir eftir samning sem var gerður við Meistarafélag Húsasmiða á árinu. Langtímaskuldir klúbbsins eru í dag um 6 milljónir króna og eru þær aðallega tilkomnar vegna vélakaupa undanfarin ár.

Stjórn GKB er skipuð eftirtöldum:
Formaður: Jóhann Friðbjörnsson
Gjaldkeri: Jenetta Bárðardóttir
Ritari: Þorhalli Einarsson

Meðstjórnendur: Gunnar Þorláksson og Snorri Hjaltason.
Varamenn: Ágúst Friðgeirsson og Börkur Arnviðarson.

15.500 hringir spilaðir 2012
Í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að spilaðir hringir á vellinum í sumar voru um 15.500 talsins á móti 14.000 árið á undan. Klúbburinn verður 20 ára á næsti ári og verður haldið upp á það með golfmóti og útgáfu afmælisblaðs þar sem saga klúbbsins verður rifjuð upp þessi 20 ár.
Engin GSÍ-stigamót verða á vellinum næsta sumar, en klúbburinn hefur haldið að meðaltali tvö stórmót á ári síðan 2007.
Tillaga um félagsgjöld ársins 2013 voru samþykkt einróma. Hækkunin er um 5.000 krónur á einstakling á milli ára .

FÉLAGSGJÖLD 2013.
1. Hjónagjald – kr 90.000.
2. Fjölskyldugjald – kr 95.000.
3. Einstaklingsgjald – kr 54.000.
4. Hjón 67. ára og eldri – kr 70.000.
5. Hjón þar sem annar aðili er 67 ára eða eldri – kr 80.000.
6. Einstaklingur 67 ára eða eldri – kr 35.000
7. Einstaklingsgjald – kr 54.000.
8. Börn og unglingar að 18 ára aldri – kr. 20.000.
9. Þeir sem eru í námi /lánshæfu samkvæmt LÍ – kr 35.000.
10. Golfbílagjald – kr 10.000.

Innifalið í félagsgjöldum er 50% afsláttur fyrir gesti, eingöngu í fylgd með félagsmanni, gildir í 8 skipti, virka daga. ( Ekki á rauðum dögum).
Innifalið í fjölskyldugjaldi er: Hjón + börn og eða barnabörn að 16 ára aldri.
Fjaraðild án spilaréttar á vellinum en þó innifalið einn hringur án endurgjalds kr 12.000 (GSÍ aðild og aðgangur að golf.is).

Hér eru nokkrar myndir frá aðalfundi: