Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 23:59

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (7/9) 12. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma.  Hér fer 7. hlutinn í kynningunni á Hogan:

Árið 1948 eitt vann Ben Hogan 10 mót, þ.á.m. Opna bandaríska í Riviera Country Club, velli sem síðan hefir verið nefndur „Hogan’s Alley“ vegna þess hversu oft Hogan vann þar.  Colonial Country Club í Fort Worth, sem er nútíma mótsstaður PGA móta er líka þekktur, sem „Hogan’s Alley“ og gæti fremur gert tilkall til þessa uppnefnis þar sem það var jú heimavöllur Hogan og hann var félagi í klúbbnum í mörg ár.

Hogan’s Alley er líka nafn á æfingabækistöð FBI  og nafnið á uppruna sinn í teiknimynd frá því á seint á 19. öld og varð aðeins síðar viðurnefni þeirra valla þar sem Hogan brilleraði.

Sjötta holan á Carnoustie, sem er par-5, þaðan sem Hogan tók mjög erfiða stefnu á hring sínum á Opna breska 1953, hefir einnig nýlega hlotið viðurnefnið Hogan’s Alley.

Fyrir slysið 1949 náði Hogan aldrei hug og hjörtu áhorfenda þrátt fyrir að vera einn af bestu kylfingum síns tíma. Því var kannski um að kenna köldum persónuleika hans á vellinum. En þegar Ben Hogan sjokkeraði allan golfheiminn, sem var jafnframt undrandi á endurkomu hans í golfið aðeins 11 mánuðum eftir slysið og náði þar að auki 2. sæti í Los Angeles Open 1950 eftir að hafa tapað í umspili við  Sam Snead, þá var honum fagnað ákaft af áhorfendum.

„Fótleggir hans voru einfaldlega ekki nógu sterkir til þess að bera hjarta hans lengur,“ sagði frægi golffréttamaðurinn Grantland Rice, s.s. frægt er orðið um endurkomu Hogan. Hvað sem öðru leið þá sannaði hann fyrir gagnrýnendum (og sérstaklega sjálfum sér) að hann gæti enn unnið mót með því að sigra á Opna bandaríska í Merion Golf Club, þar sem hann vann Lloyd Mangrum og George Fazio í 18-hole umspili, 1951.

Hogan náði því, sem e.t.v. er besti árangur í íþróttasögunni, þ.e. vann 12 sinnum á PGA Tour (þ.á.m. 6 risamótstitla) áður en hann dró sig í hlé. Árið 1951 skráði Hogan sig bara í 5 mót og vann 3 þeirra – the Masters, Opna bandaríska og heimsmeistaramótið í golfi (ens.: the World Championship of Golf) og varð síðan í 2. og 4. sæti í hinum mótunum, sem hann tók þátt í.  Hann varð í 4. sæti á peningalistanum það keppnistímabil (aðeins $6,000 á eftir þeim sem var í 1. sæti:  Lloyd Mangrum, sem spilaði í meira en 20 mótum.)

Árið 1953  kom út kvikmynd, byggð á ævi Hogan, með Glenn Ford í hlutverki Hogan, en myndin nefndist: Follow the Sun: The Ben Hogan Story.

Í heiðursskyni mætti mikill mannfjöldi til New York City þegar Hogan sneri aftur eftir sigur á Opna breska 1953, eina skiptið sem hann spilaði í því móti.  Með sigri sínum á Opna breska varð Hogan nefnilega aðeins 2. kylfingurinn á eftir Gene Sarazen til þess að sigra í öllum 4 risamótunum —the Masters, Opna bandaríska, Opna breska og PGA Championship.

Hogan spilaði aldrei á öldungamótaröðinni, því sú mótaröð var einfaldlega ekki til og komst ekki á laggirnar fyrr en hann var að nálgast 70 ára aldurinn. Hogan dó í Fort Worth, Texas. Hann er jarðsettur í Greenwood Memorial Park.

Heimild: Wikipedia