Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Michael Jonzon (11. grein af 28)

Næstir í röðinni af þeim sem kynntir verða hér eru þeir 4 eða réttara sagt 3 sem urðu í 16. sæti í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona, á Spáni  24. -29. nóvember 2012. Einn af þeim sem varð í 16. sæti hefir þegar verið kynntur þ.e. Daninn Morten Örum Madsen sem náði þeim frábæra árangri að verða T-4 á 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni 3 dögum eftir að hann lauk keppni í Q-school, þ.e. á Nelson Mandela Championship í Suður-Afríku.

Hinir 3 sem urðu í 16. sæti í Q-school voru Chris Lloyd, Michael Jonzon og David Higgins.

Við byrjum að kynna Michael Jonzon. Michael fæddist 21. apríl 1972 í Skara í Svíþjóð og er því 40 ára. Hann gerðist atvinnumaður árið 1991 og hefir varið mestum hluta ferils síns á Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. Sem atvinnumaður á hann að baki 8 sigra þar af tvo á Evrópumótaröðinni þ.e. hann vann 1997 Portuguese Open og árið 2009 á Castelló Masters í Costa Azahar.

Eins hefir Jonzon sigrað 2. sinnum á Áskorendamótaröðinni 2003 þ.e. í Galleria Kaufhof Pokal Challenge og í Rolex Trophy.  Eins á hann að baki 3 sigra á Swedish Mini Tour og einn í Frakklandi 1997 þ.e. á Open Novotel Perrier.

Michael Jonzon spilar 2013 aftur með full keppnisréttindi og kortið sitt á Evrópumótaröðinni, sem sýnir að allt er fertugum fært í sportinu okkar, golfinu!!!