Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2012 | 07:00

LEK: Guðjón Sveinsson nýr formaður LEK – Henrý Gränz hlaut gullmerki GSÍ

Aðalfundur LEK var haldinn í golfskála GR sunnudaginn 2. desember og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Formaður stjórnar, Henrý Gränz flutti skýrslu stjórnar og lagður var fram endurskoðaður ársreikningur fyrir síðasta starfsár. Uppstillingarnefnd lagði fram tillögur um nýja stjórnarmenn og voru þeir sjálfkjörnir.

Þar sem nokkrir úr fyrri stjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs var um töluverðar breytingar að ræða. Nýr formaður var kjörinn Guðjón Sveinsson og aðrir í stjórn þau Margrét Geirsdóttir (kjörin til tveggja ára), Magnús Hjörleifsson, Tryggvi Þór Tryggvason og Gunnar Árnason sem var kjörinn 2011 til tveggja ára. Í varastjórn voru kjörin þau Elías Kristjánsson og Rut Marsibil Héðinsdóttir. Úr stjórn gengu Henrý Gränz, Sveinn Sveinsson, Stefanía Margrét Sveinsdóttir og Helgi Hólm.

Fundarstjóri á aðalfundinum var Ríkharður Pálsson og fundarritari Margrét Geirsdóttir.

Forseti GSÍ mætti á fundinn og færði LEK kveðjur frá stjórn GSÍ. Jafnframt sæmdi hann Henrý Gränz gullmerki GSÍ fyrir störf hans að golfíþróttinni.

Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ sæmir Henrý Gränz gullmerki GSÍ. Mynd: lek.is

Sjá má myndir frá aðalfundinum, með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: LEK.is