Nökkvi Gunnarsson
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2012 | 14:15

Florida Professional Golf Tour: Engu munaði að Nökkvi næði í gegnum niðurskurð á Eastwood

Nökkvi Gunnarsson, NK, spilar á Flórída Professioanl Golf Tour.

Hann tók dagana 10.-11. desember þátt í móti í Eastwood Golf Club í Orlando, Flórída þar sem þátttakendur voru 44. Aðeins efstu 15 hlutu peningaverðlaun.

Nökkvi var jafn 3 öðrum í 19. sæti og munaði aðeins 2 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurð.

Nökkvi lék á samtals 146 höggum (74 72).  Á 5. holu var skinnaleikur sem Nökkvi vann ásamt 5 öðrum á 2. degi mótsins og hlaut að launum $ 11.67.

Síðasta mótið í desember á Florida Professional Golf Tour fer fram n.k. helgi þ.e. 15.-16. desember 2012.

Til þess að sjá úrslitin á mótinu í Eastwood Golf Club SMELLIÐ HÉR: