Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2012 | 08:30

Sólskinstúrinn: Charl Schwartzel 1 höggi á eftir Bourdy á Alfred Dunhill Championship – hápunktar 1. dags – myndskeið

Í gær hófst Alfred Dunhill Championship, sem fram fer dagana 13.-16. desember á Leopard Creek golfvellinum í Malelane, í Suður-Afríku.

Mótið er samtarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins, suður-afríska.

Það er Frakkinn Grégory Bourdy sem tók forystuna í gær; kom í hús á 6 undir pari, 66 glæsihöggum og skilaði „hreinu“ skorkorti með 6 fuglum og 12 pörum.

Aðeins 1 höggi á eftir er Charl Schwartzel, sem átti líklega glæsilegasta högg gærdagsins, setti niður fyrir fugli beint úr glompu á 12. braut. Schwartzel kom í hús á 67 höggum og skilaði líka hreinu skorkorti, fékk bara 1 fuglinum minna en Bourdy.

Schwartzel deilir 2. sætinu eftir 1.dag með landa sínum Darren Fichardt og 4 öðrum kylfingum.

Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með gangi mála hér fyrir neðan.

Til þess að sjá stöðuna í Leopard Creek SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Leopard Creek SMELLIÐ HÉR: