
Afmæliskylfingar dagsins: Finnbogi Steingrímsson og Rickie Fowler – 13. desember 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 11 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GKJ, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur.

Finnbogi Steingrímsson, GKJ. Mynd: Í einkaeigu – Myndin er reyndar tekin þegar Finnbogi varð klúbbmeistari í Öndverðarnesinu í sínum aldursflokki í fyrra – núna í ár varð hann í 2. sæti þannig að hér er mikið efni á ferðinni og framtíðarkylfingur!!!
Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og því 24 ára í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni í ár, þ.e. 6. maí s.l. þegar hann sigraði þá DA Points og Rory McIlroy í umspili á Wells Fargo Championship. Annars er Fowler frægur fyrir að vera í Golf Boyz bandinu, sem átti gríðarlega vinsælt lag Oh, Oh, Oh, sem hlusta má á með því að SMELLA HÉR:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Thomas G. Shaw, f. 13. desember 1938 (75 ára merkisafmæli!!!); Lotta Wahlin, 13. desember 1983 (29 ára); Sakura Yokomine (横峯さくら f. 13. desember 1985 (27 ára)); Sun Young Yoo (유선영) 13. desember 1986 (26 ára) …. og …..
-
Skæs Skart (47 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid