Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2012 | 11:00

Ef Watson verður útnefndur næsti fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjamanna væri PGA að gefa út yfirlýsingu

Hér fer í lauslegri þýðingu ágætis grein Tim Rosaforte hjá Golf Digest:

„Eina gagnrýnin sem ég heyri um Bandaríkjamenn í Ryder Cup er að of mikið sé af fyrirskipunum fyrirliðans, of mikið af liðinu sé valið af nefndum. Ég heyri líka á PGA of America og nýi forsetinn þeirra Ted Bishop vilji hrista upp í hlutunum. Og hvað er betra þá en að gera Tom Watson að fyrirliða, en heimildir Rosaforte segja að það verði einmitt það sem verði tilkynnt nú í dag þ.e. að Watson sé nýi fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjamanna.

Tom Watson

Watson sagði á the Australian Open að það myndi vera „svalt“ og „mikill heiður“ að fá að koma aftur sem fyrirliði, þannig að hann er (að mati Rosaforte) búinn að tryggja sér stöðuna.

Tilkynnt verður hver verði fyrirliði Bandaríkjanna í New York í Today show kl. 8 að austurstrandartíma í Bandaríkjunum þ.e. um hádegi hér á Íslandi. Larry Nelson, tvöfaldur risamótssigurvegari á PGA Championship, sem hefir löngum verið hunsaður af PGA, sagði að ekki hefði verið haft samband við sig. Næstur í röðinni væri þá líklega David Toms, sem vann PGA Championship 2001. Rosaforte telur að Toms, 46 ára verði kallaður til árið 2016, þegar mótið fer fram í Hazeltine í Minnesota.

En af hverju að velja Watson sem fyrirliða? Rosaforte telur síðuna ekki næga til að koma ástæðunum fyrir: Hann er sá fyrirliði Bandaríkjanna, sem síðast vann þegar mótið fór fram í Evrópu (þ.e. 1993 – og Bandaríkjamenn langeygir orðnir eftir sigri á útivelli).  Margir yngri leikmenn líta upp til Watson því hann er ekki hræddur við að segja það sem honum býr í brjósti og taka ákvarðanir. Svo var allaveganna 1993 þegar hann náði sigrinum á The Belfry.

Það sem þið munið e.t.v. eftir að að Watson hneykslaði marga evrópska leikmenn, aðallega Sam Torrance, þegar hann neitaði að taka þátt í hefðbundnu matseðlaskiptum fyrir eiginhandaáritanir. Það sem þið munið e.t.v. ekki er að  Watson tók flestar ákvarðanirnar varðandi paranir í tvímenningsleikjunum.

John Cook var í liðinu þegar hann og Chip Beck voru sendir út til þess að spila við það sem taldist þá vera ósigrandi lið Evrópu, en fyrirliðar þá voru Nick Faldo og Colin Montgomerie. Cook og  Beck unnu leik sinn 2&0 og sneru við gæfu Bandaríkjanna í þessum eina útisigri þeirra í 20 ár.

„Ég held ekki að hann hafi ráðfært sig við neinn,“ sagði Cook m.a. „Hann bara horfði á, tók punktana í huga sér og ákvað hverjir spiluðu saman. Við treystum svo fullkomlega því sem Tom var að gera. Hann var fyrirliðinn okkar, Hann hélt uppi sýningunni. Hann tók tuddann á hornunum og sneri hann niður.“

Einn „tuddinn“ sem Watson kann að eiga í erfiðleikum með er Tiger Woods. Watson hefir verið óspar um athugasemdir varðandi Tiger á og utan vallar. Það sýnir bara að Watson hefir aldrei verið hræddur við að hrista upp í hlutunum, segja hug sinn eða taka ákvarðanir. Það lítur út fyrir að nýja forseta PGA líki það vel!