Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2012 | 17:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Davíð Riordan – 14. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Davíð Riordan. Ragnar Davíð er fæddur 14. desember 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Ragnar er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hann á fast sæti í sveit GVS í sveitakeppni GSÍ. Meðal afreka Ragnar Davíðs á golfsviðinu mætti nefna að hann varð klúbbmeistari GVS 2010. Eins spilaði Ragnar Davíð á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár og sigraði síðan í Skálamótinu á Húsatófta- velli 31. maí í sumar; var á 43 punktum.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:

  • Guðjón G. Daníelsson (Klúbbmeistari Golfklúbbs Úthlíðar 2012 – Innilega til hamingju með afmælið!!!)