NGA: Ólafur Björn varð í 21. sæti í Flórída
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í 7. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series, sem stóð dagana 11.-13. desember 2012 og fór fram á Disney – Lake Buena Vista golfvellinum. Mótinu lauk í gær.
Þátttakendur voru 113 og fóru aðeins 42 í gegnum niðurskurð og var Ólafur Björn einn þeirra.
Ólafur Björn lék samtals á 7 undir pari, 209 höggum í mótinu (69 71 69) og hafnaði í 21. sæti, sem hann deildi með 4 kylfingum.
Fyrir 21. sætið hlýtur Ólafur Björn $ 1.037 sem er u.þ.b. 130.000 íslenskar krónur.
Lokahringinn spilaði Ólafur á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum, fékk 4 fugla 13 pör og 1 skolla.
Næsta mót á NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series fer einnig fram á Disney golfstaðnum en á Magnolia golfvellinum dagana 18.-20. desember og er það síðasta mótið á mótaröðinni í ár.
Til þess að sjá úrslitin í Disney – Lake Buena Vista mótinu SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING