Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2012 | 08:00

NGA: Ólafur Björn varð í 21. sæti í Flórída

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í 7. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series, sem stóð dagana 11.-13. desember 2012 og fór fram á Disney – Lake Buena Vista golfvellinum. Mótinu lauk í gær.

Þátttakendur voru 113 og fóru aðeins 42 í gegnum niðurskurð og var Ólafur Björn einn þeirra.

Ólafur Björn lék samtals á 7 undir pari, 209 höggum í mótinu (69 71 69) og hafnaði í 21. sæti, sem hann deildi með 4 kylfingum.

Fyrir 21. sætið hlýtur Ólafur Björn $ 1.037 sem er u.þ.b. 130.000 íslenskar krónur.

Lokahringinn spilaði Ólafur á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum, fékk 4 fugla 13 pör og 1 skolla.

Næsta mót á NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series fer einnig fram á Disney golfstaðnum en á Magnolia golfvellinum dagana 18.-20. desember og er það síðasta mótið á mótaröðinni í ár.

Til þess að sjá úrslitin í Disney – Lake Buena Vista mótinu  SMELLIÐ HÉR: