
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Taylore Karle (9. grein af 27)
Taylore Karle fæddist 26. júní 1990 í Plano, Texas og er því 22 ára. Hún er dóttir Richard og Tonnie Karle og á eldri bróður, Austyn, sem var eins og systir hans 4 ár í golfliði Pepperdine University.
Taylore er frábær klassískur píanisti og meðal áhugamála hennar eru píanóið, að lesa og ljósmyndun. Uppáhaldsgolfvöllur hennar er North Berwick í Skotlandi. Uppáhaldsbækurnar eru biblían og Twilight series. Uppáhaldskvikmyndirnar eru Cinderella Man og Driven. Uppáhaldssjónvarpsþættirnir eru Seinfeld og True Blood. Uppáhaldstónlistarmenn eru: Sting, Colbie Caillat og Queen. Uppáhaldsíþrótt önnur en golf er hokkí. Það sem henni finnst best við golfið er að „það reynir á alla þætti þína eins og karakter og hegðun og maður kemur alltaf til að fá meira af því (golfinu).“
Helstu afrek Karle á golfsviðinu eru eftirfarandi:
– Hún var þrisvar sinnum AJGA Rolex Junior All-American First Team selection (2005-2007).
– Karle vann höggleikinn á U.S. Girls’ Junior Championship, árið 2005.
– Taylore Karle keppti á U.S. Women’s Open Championship, árið 2006.
– Karle sigraði á Silverbelle Amateur Championship, 2007.
– Taylore Karle var útnefnd West Coast Conference leikmaður ársins meðan hún var enn í Pepperdine University, 2008
– Duramed NGCA All-American Second Team selection, árið 2008.
– Taylore Karle útskrifaðist frá Pepperdine í auglýsinga- og markaðsfræðum 2011 og komst strax og spilaði á Futures Tour (nú Symetra Tour).
Sjá má nýlegt viðtal blaðafulltrúa Symetra Tour við Taylore með því að SMELLA HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020