Kristján Þór Einarsson, GK og Nicholls State. Mynd: heimasíða Nicholls State
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 20:05

GKJ: Kristján Þór Einarsson og Vilhjálmur Hafsteinsson sigruðu á 9. vetrarmóti GKJ

Níunda vetrarmót GKJ fór fram í gær í ágætu veðri og færið var mýkra en í síðustu mótum og gátu kylfingar miðað á pinna án þess að eiga það á hættu að boltinn færi hingað og þangað.  Það voru líka 48 félagar og gestir sem tóku þátt og  er skemmst frá því að segja að Kristján Þór Einarsson, sem kominn er aftur í klúbbinn, sigraði á 56 höggum. Í Punktakeppninni sigraði Vilhjálmur Hafsteinsson á 30 punktum.  Verðlaun voru konfektkassar frá Nóa Síríus í tilefni jólanna.  Helstu úrslit urðu annars þessi:

Höggleikur:

1. Kristján Þór Einarsson, GKJ, 56 högg

2. Theodór Emil Karlsson, GKJ,  60 högg

3. Lárus Sigvaldason, 61 högg

 

Punktakeppni með forgjöf:

1. Vilhjálmur Hafsteinsson, 30 punktar

2. Þórhallur Kristvinsson, 29 punktar

3. Guðni Walderhaug, 28 punktar (20 á síðustu 9)

4. Jakob Ragnarsson, 28 punktar (17 á síðustu 9)

 

Næsta mót er áætlað laugardaginn 29. desember og svo verður að sjálfsögðu hið árlega Áramót á Gamlársdag.