Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 21:00

„The Match“ 23. grein af 24 – Um höfundinn Mark Frost

Eftirfarandi er viðtal, sem tekið var árið 2007, við höfund bandarísku metsölubókarinnar: “The Match – the day the game of golf changed forever.”, Mark Frost. Viðtalið er í tveimur hlutum. Fyrst er getið almennra staðreynda um höfundinn, sem birtast hér á eftir og síðan eru lagðar spurningar fyrir höfundinn, Mark Frost, sem birtar verða á morgun, Aðfangadag. En hér fyrst nokkrar staðreyndir um Mark Frost:

Metsöluhöfundurinnn og verðlaunakvikmyndaframleiðandinn Mark Frost lagði stund á kvikmyndastjórn og leikritun við Carnegie Mellon University. Tvítugur að aldri hóf hann feril sinn við ritun handrita fyrir sci-fi klassíkerinn “The Six Million Dollar Man”. Eftir það flutti hann til Minneapolis, þar sem hann starfaði sem bókmenntaráðunautur við Guthrie Theatre. Eftir að skrifa og framleiða heimildaþætti fyrir PBS hlaut Frost Writer´s Guild Award og Emmy tilnefningu fyrir verk sitt sem framkvæmdaritstjóri söguþráðar   (ens.: executive story editor) sjónvarpsþátttanna Hill Street Blues.

Fyrsta verulega viðurkenningin fyrir kvikmynd hlaut hann fyrir þátt sinn sem rithöfundur og aðstoðarframleiðandi The Believers, með þá Martin Sheen og Jimmy Smits í aðalhlutverkum.  Árið 1989 stofnaði Mark Frosst Lynch-Frost Productions ásamt leikstjóranum David Lynch. Saman rituðu þeir og framleiddu ABC sjónvapsþættina Twin Peaks og hlutu fyrri þá 4 Emmy tilnefningar og ein Peabody verðlaun.

Árið 1990 framleiddi Mark Frost líka heimildarþættina American Chronicles.

Twentieth Century Fox framleiddi fyrstu kvikmynd, sem Frost leikstýrði árið 1992, Storyville, sem er pólítískur þriller með þá James Spader og Jason Robards í aðalhlutverkum.

Fyrsta skáldsaga Frost, The List of Seven, varð metsölubók í Bandaríkjunum 1994 og hefir komið út á 31 tungumáli um allan heim.  Framhaldið The Six Messiahs, kom út 1996 og þriðja skáldsagan „Before I Wake,” 1998.

Árið 1999 skrifaði Frost og framleiddi kvikmyndina Buddy Faro, fyrir CBS, með Dennis Farina í aðalhlutverki.

Árið 2001 framleiddi hann All Souls fyrir Spelling Television og UPN.

Fjórða bók hans er loks golfbókin The Greatest Game Ever Played, sem fjallar um Opna bandaríska risamótið 1913. Sú bók varð metsölubók í New York Times 2002 og hann hlaut verðlaun bandaríska golfsambandsins fyrir bók ársins.

Fimmt bók hans er um golfgoðsögnina Bobby Jones, The Grand Slam, sem einnig varð metsölubók í Bandaríkjunum, þegar hún kom út í nóvember 2004.

Frost skrifaði og framleiddi kvikmyndina The Greatest Game Ever Played fyrir Walt Disney Studios og skrifaði einnig kvikmyndirnar: Fantastic Four og Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer fyrir Fox kvikmyndaverið.

Fjórða skáldsaga hans var söguleg og um 2. heimsstyrjöldina: The Second Objective sem kom út í maí 2007.

Þriðja bók hans um sögu golfs í Bandaríkjunum er sú sem fjallað hefir verið um hér á Golf 1 í 22 greinum: The Match: The Day the Game of Golf Changed Forever, en hún kom út í nóvember 2007.

Árið 2005 kom Frost fjölskyldan af stað styrk The Francis Quimet Scholarship Fund í Boston, fyrir nemendur sem hyggjast leggja stund á skriftir eða leiklist. Quimet sjóðurinn var stofnaður 1949 af þeim sem Frost fjallar um í bók sinni The Greatest Game og er sá stærsti sem aðstoðar ungt fólk, sem unnið hefir í golfheiminum, til náms. Árið 2006 hlaut Frost viðurkenningu Quimet sjóðsins (ens.: Distinguished Service Award) fyrir framlag sitt.

Mark Frost býr í Los Angeles og í New York (þ.e. Upstate).

Á morgun lýkur  þessari 24. hluta greinarröð um The Match með viðtali við The Frost sem  gefur að finna í The Golfatlas.