
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Stephanie Sherlock – (18. grein af 27)
Í kvöld verður kynnt sú sem varð ein í 10. sæti á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Það er kanadíski kylfingurinn Stephanie Sherlock sem verður kynnt:
tephanie fæddist 21. júní 1987 í Augsburg, Þýskalandi og er dóttir David og Angelu Sherlock. Hún er því 25 ára og kanadísk að uppruna. Stephanie á eina systur Melanie. Stephanie byrjaði að spila golf 10 ára og segir föður sinn hafa verið mesta áhrifavald sinn þar að lútandi. Meðal áhugamála hennar eru tónlist, kvikmyndir og að verja tíma með fjölskyldu og vinum.
Árið 2007 sigraði Stephanie í Royale Cup National Women’s Amateur Championship í Kanada. Á námsárum sínum í University of Denver spilaði Stephanie með golfliði skólans. Á háskólaárum sínum var hún þrisvar sinnum NCAA All-American (árin 2007, 2008 og 2009). Stephanie gerðist atvinnumaður í golfi síðla árs 2010 og komst þegar á LPGA. Hún var einnig í Q-school LPGA 2011, var óheppin féll úr T-11 niður í T-20. Það má því segja að Stephanie hafi heldur betur bætt sig í Q-school á þessu ári! Glæsilegur árangur 10. sætið!!!
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open