Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 20:45

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Matthew Southgate – (21. grein af 28)

Næst verða þeir strákar kynntir sem deildu 7. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l.  Það voru þeir Daniel Gaunt frá Ástralíu og Englendingurinn Matthew Southgate.

Byrjað verður að kynna Matthew Southgate stuttlega hér.

Matthew Southgate fæddist 3. október 1988 og er því 24 ára. Fyrir aðeins 3 árum vann Southgate á snókerstað, en spilar nú golf meðal þeirra bestu í Evrópu eftir að hafa orðið nr. 27 í Q-school 2011, þrátt fyrir meiðsli í öxlum og baki og í 7. sætinu í ár!!! Hápunktur góðs áhugamannaferils Matthew Southgate var sigur hans á St Andrews Links Trophy, árið 2010.

Matthew gerðist atvinnumaður stuttu eftir að hann hætti við skólagöngu sína í háskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Hann sagðist hafa haft heimþrá og reyndi fyrir sér á Áskorendamótaröðinni 2011, þar sem hann varð 4 sinnum meðal 10 efstu, m.a. náði hann 2. sætinu á Scottish Hydro Challenge. Hann varð í 26. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Matthew Southgate sagðist hafa heillast af golfíþróttinni eftir að hafa horft á Seve Ballesteros sigra Opna breska á St Andrews árið 1984.

Lesa má allt nánar um Matthew Southgate á heimasíðu hans HÉR: