Rory kominn með tvö tilboð í húsið sitt á Norður-Írlandi
Rory McIlroy er nú að velta fyrir sér tveimur tilboðum í $ 3,2 milljóna hús sitt rétt fyrir utan Belfast á Norður-Írlandi. Fasteignasalinn Michael Rodgers sagði í írska dagblaðinu The Irish Independent í gær, jóladag, að hinn 23 ára sigurvegari PGA Championship væri við það að ganga frá sölu á húsi sínu í Moneyreagh í Castlereagh hæðunum fyrir ofan Belfast. „Allir þeir sem hafa farið í skoðunarferð um húsið eru færir um að kaupa það. Við höfum ekki eytt tímanum að óþörfu,“ sagði Rodgers í blaðaviðtalinu. Tilboðin sem borist hafa í húsið eru frá viðskiptajöfri sem áhuga hefir á viðskiptum í Norður-Írlandi og „heimamanni“ sem býr sem stendur í London og er Lesa meira
Ragnar Már hefur keppni í Orange Bowl International Championship í Flórída á morgun
Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefur á morgun keppni á Orange Bowl International Championship, sem að venju fer fram á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Ragnar Már hlaut þátttökurétt í mótinu eftir sigurinn í Duke of York mótinu í september s.l. Mótið er mjög sterkt, því þar taka þátt einhverjir sterkustu ungu kylfingar Bandaríkjanna og reyndar heimsins alls. Árið 2010 sigruðu t.a.m. í mótinu Lexi Thompson, sem spilar nú á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA og Romain Wattel, sem nú spilar á Evrópumótaröðinni. Golf 1 óskar Ragnari Má góðs gengis! Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más í Orange Bowl SMELLIÐ Lesa meira
Ýmsar jólakveðjur frá þekktum kylfingum
Ýmsar jólakveðjur má sjá á facebook frá þekktum kylfingum m.a. eftirfarandi: Barack and Michelle wish you a Merry Christmas and Happy Holidays:http://OFA.BO/i1d9u3 (Lausleg þýðing: Barack og Michelle óska ykkur gleðilegra jóla og hamingjuríka hátíð! Lexi Thompson Merry Christmas everybody! Such a special day, so spend it with the ones you love ♥ and a happy birthday to my brother and Jesus! (Lausleg þýðing: Gleðileg jól öll sömun! Þetta er svo sérstakur dagur, þannig að verjið honum með þeim sem þið elskið ♥ og til hamingju með afmælið bróðir minn (Nicholas) og Jesú! Lee Westwood Merry Christmas everyone! Hope you all have a great day! (Lausleg þýðinrg: Gleðileg jól öll sömun! Vona Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jean Françoise Luquin – 25. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jean Françoise Luquin. Hann er fæddur 25. desember 1978 í Valence, Drôme í Frakklandi og á því 34 ára afmæli í dag. Jean Françoise býr í Cressiers, í Sviss. Hann á 8 ára son, Arthur. Jean Françoise gerðist atvinnumaður í golfi 1997, er á Evrópumótaröðinni, þar sem hann hefir sigrað 1 sinni og alls 5 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður. Aðrir frægir kylfingar eru: Mianne Bagger, 25. desember 1966 (46 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (30 ára stórafmæli!!!); ….. og ….. Adalsteinn Teitsson (51 árs) Petur Kristinn Gudmarsson (34 ára) Valgerður Halldórsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Jólakveðja frá Rory og Caroline
Á Aðfangadag settu Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum þ.e. besti kylfingur heims og kæresta hans Caroline Wozniacki, líka kölluð Caro, meðfylgjandi mynd á samskiptasíður sínar. Á síðu Caro sagði eftirfarandi: Merry Christmas everyone!! From the #geekandthenerd @CaroWozniacki en þar eru þau skötuhjú að óska öllum gleðilegra jóla!
Gleðileg jól 2012!
Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf 1 souhaite à tous Lesa meira
LPGA: Hvað er það besta við jólin að mati nýliða LPGA?
Golf 1 hefir nú að undanförnu verið að kynna nýliða á sterkustu kvenmótaröð heims bandarísku LPGA mótaröðinni. Blaðafulltrúa þeirrar mótaraðar lék forvitni á að vita hvað nýliðunum þætti það besta við jólin. Hér fara svörin: Kylfingur Marina Alex Snjór! Frances Bondad Að vera með fjölskyldunni Katie Burnett Að vera með fjölskyldunni. Brianna Do Að allir komi saman og hlægi og eignist tonn af góðum minningum. Lauren Doughtie Að vera með fjölskyldunni. Paz Echeverria Að borða með fjölskyldunni, systkinum og foreldrum. Victoria Elizabeth Að vera með fjölskyldunni, elda og horfa á vídeóupptökur af fjölskyldunni! Breanna Elliott Að verja tíma með fjölskyldunni og gefa gjafir Marita Engzelius Að öll fjöskyldan komi saman. Lesa meira
Hvað mun Tiger gera 2013? Sigra!
2013 keppnistímabil PGA er rétt handa við hornið og hefst 4. janúar með 1. móti ársins á Hawaii. Þeir hjá USA Today birtu spá sína um hvað Tiger muni gera 2013 og svarið er einfalt …. sigra! Þeir búast við að Tiger sigri oft 2013 þ.á.m. 15. risamótstitil sinn – en hann hefir hægt verið að koma aftur, hefir haldist svo til meiðslalaus árið 2012 og náð að sigra 3 sinnum. Tiger segir að sé frískari en hann hafi verið lengi; hnéð á honum, sem hann fór í aðgerð með er búið að standast álagið 2012. Hann lauk sigurleysi sínu frá árinu 2011 og segir að stutta spilið sitt sé Lesa meira
Darren Clarke telur val Bandaríkjamanna á Watson sem fyrirliða í Ryder Cup 2014 hafi áhrif á hvern Evrópumenn velja sem fyrirliða
Darren Clarke heldur því fram að tilnefning Tom Watson sem fyrirliða Bandaríkjamanna í Ryder Cup hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hafi virkilega gefið Evrópumönnum eitthvað að hugsa um áður en þeir velja fyrirliða sinn. Í upphafi var talið að valið myndi einungis standa milli Darren Clarke og Paul McGinley og það væri ljóst þegar mótanefndin kemur saman á fund í Abu Dhabi í næsta mánuði en sigurvegari Opna breska á síðasta ári, Darren Clarke, er ekki svo viss og því gæti Colin Montgomerie aftur verið inn í myndinni, sem fyrirliði. Þegar Clarke var í London fyrir nokkrum dögum til að taka á móti PGA Recognition Award fyrir framlag hans til Lesa meira
The Match 24. grein af 24 – Viðtal við höfundinn Mark Frost
Hér á eftir í þessari lokagrein af 24 um „The Match“ er loks viðtal við höfund bókarinnar Mark Frost, sem birtist 2007 í The Golfatlas: Hvernig fréttirðu af sögunni „The Match“? Ég heyrði fyrst um The Match þegar ég var að rannsaka heimildir fyrir bók mína The Greatest Game Ever Played. Mér var sögð sagan stuttlega af Ben Crenshaw og síðar Ken Venturi. Hvað fannst þér svo heillandi við söguna að þú ákvaðst að skrifa bók? The Match var orðin að einskonar goðsögn í golfinu á þeim 50 árum frá því að leikurinn fór fram en sagan hafði aldrei verið rannsökuð en sögð í samhengi. Þetta var ekki aðeins eftirminnilegur Lesa meira









