Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2012 | 11:00

Rickie Fowler ætlar að taka 2013 með stæl … í AMP CELL Fusion – Myndskeið

Hér er það nýjasta frá Puma Golf og Rickie Fowler.

Jólasveinarnir Rickie Fowler og Bubba Watson. Rickie er auðþekkjanlegi jólasveinninn með appelsínugula PUMA derið!

Fyrr í mánuðnum kynnti Puma Golf AMP CELL Fusion sem er ný  Rickie Fowler golfskóarlína fyrir vor/sumar 2013.

Og sem fyrr verður vorið 2013 litaglatt.  Hægt verður að fá AMP CELL Fusion í 7 litum: svörtum/appelsínugulum; bláum/hvítum; hvítum/silfurlituðum; hvítum/appelsínugulum; hvítum/aquamarine; appelsínugult með tveimur mismunandi hvítum litum og hvítum.

Hægt er að fá skóna í fleiri litum á heimsvísu en allir kosta þeir eitthvað um $ 220 (u.þ.b. 26.000 íslenskar krónur út úr búð í Bandaríkjunum).

Til þess að sjá mynskeiðið með Rickie Fowler og Puma AMP CELL Fusion golfskónum SMELLIÐ HÉR: