Ragnar Már í næstneðsta sæti á Orange Bowl eftir 1. dag
Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefir nú lokið 1. hring á Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61. Ragnari Má gekk afleitlega í dag og hann var að spila langt undir getu. Hann lauk hringnum á 11 yfir pari; 82 höggum. Ragnar Már fékk 1 skramba, 9 skolla og 8 pör. Ragnar er deilir neðsta sæti eftir 1. dag. Þess mætti geta að mörgum Íslendingum þykir erfitt að venjast loftslagi Miami á stuttum tíma; mikill raki er í loftinu og þegar komið er úr þurra loftinu okkar hér á Íslandi syðst til Flórída Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Geir Einarsson – 27. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Unnar Geir Einarsson. Unnar Geir er fæddur 27. desember 1994 og því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Sjá má viðtal Golf 1 við Unnar Geir með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Unnar Geir Einarsson (18 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sherri Steinhauer, 27. desember 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Matthew Zions, 27. desember 1978 (34 ára); Helena Callahan, 27. desember 1986 (26 ára) ….. og ….. Árni Páll Hansson, GR (44 ára) Júlíana Kristný Sigurðardóttir (14 ára) Golf Lesa meira
Erfið byrjun hjá Ragnari Má í Flórída – er á 4 yfir eftir 9 holur
Ragnar Már Garðarsson, GKG, hóf í dag keppni á Orange Bowl International Championship, sem að venju fer fram á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61. Ragnar Már hlaut þátttökurétt í mótinu eftir sigurinn í Duke of York mótinu í september s.l. Mótið er mjög sterkt, því þar taka þátt einhverjir sterkustu ungu kylfingar Bandaríkjanna og reyndar heimsins alls. Í efsta sæti eins og er, er t.a.m. ungur kylfingur frá Englandi, Patrick Kelly, sem byrjaði á því að fá örn á 1. holu og er kominn á 5 undir par, eftir 13 holur. Ragnar Már fór illa af stað Lesa meira
Martin Kaymer og Bruno Spengler í skemmtilegri keppni þar sem BMW, golf og sleðar koma við sögu – Myndskeið
Þýski kylfingurinn snjalli Martin Kaymer og DTM sigurvegarinn Bruno Spengler hittust nú um jólin í mjög svo óvenjulegri keppni. Fyrst var kappakstur á BMW-um í 2000 m hæð yfir sjávarmáli í Ölpunum og ekki laust við að Kaymer hafi beitt golfkunnáttunni og svindlað svolítið! Síðan tók við heldur óvenjuleg golfkeppni …… þar sem já, hummm Bruno Spengler hafði betur. Úrslitin réðust því í snjósleðaferð niður brekku. Og eftir hana var allt jafnt þó báðir hafi talið sig vinna! Eftir keppnina sagði Spengler m.a. um Kaymer: „Martin var erfiður andstæðingur en ég vissi það nú fyrir þessa keppni. Ég hef áhuga á golfi og horfði á hann setja niður púttið mikilvæga Lesa meira
GSG: Síldarhlaðborð og golf á Gamlársdag
Margrómað árlegt síldarhlaðborð verður á Gamlársdag í golfskálanum á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og hefst kl 11:30. Boðið verður uppá síld, grafinn lax og fleira nammilegt að hætti Guðmundar Einarssonar & co. Þátttökugjald er lágt aðeins 1000. kr fyrir herlegheitin og innifalið er meiraaðsegja öl !!! Allir velkomnir!!! Ef veður leyfir þá verður reynt að spila golf.
Evróputúrinn: Efstu menn á peningalistanum reyna að syngja 13 dagar jóla
Það er ekkert auðvelt að muna allt í laginu 13 dagar jóla…. það fengu 12 efstu menn á peningalista Evrópumótaraðarinnar að reyna, en á ensku heitir lagið 12 Days of Christmas. Hér má m.a. sjá þá Rory McIlroy, Lee Westwood, Justin Rose o.fl. bögglast við að muna textann, sem er hin besta skemmtun! SMELLIÐ HÉR: Fyrir þá sem ekki þekkja lagið mætti rifja það upp á íslensku, sjá textann hér að neðan og í flutningi Breiðfirðingakórsins með því að SMELLA HÉR: og e.t.v. líka útgáfu Spírabræðra (texti) SMELLIÐ HÉR: (sungið) SMELLIÐ HÉR: Þrettán dagar jóla (Hinrik Bjarnason) Á jóladaginn fyrsta hann Jónas færði mér einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn Lesa meira
Steve Stricker mun spila helmingi minna á PGA 2013
Áhangendur PGA Tour munu sjá mun minna af Steve Stricker á árinu 2013. Skv. viðtali við Stricker í Golfweek, mun hann aðeins hafa í hyggju að spila í 10 mótum á PGA Tour árið 2013. Þessi 45 ára kylfingur vill verja meiri tíma með fjölskyldu sinni og við stofnun sem hann kom nú nýlega á laggirnar. „Ég er ekki að hætta,“ sagði Stricker í viðtali við Golfweek, þar sem hann var heima hjá sér nálægt Madison, Wisconsin. „Ég vil bara verja meiri tíma hér. Mér finnst enn gaman að spila, en mér finnst ekkert gaman að ferðast.“ Stricker, sem spilað hefir í 19 mótum á hverju ári s.l. 3 ár, Lesa meira
Hverjir eru best og verst klæddu kylfingar ársins 2012?
Svona í árslok er gaman að horfa tilbaka og skoða hvernig kylfingarnir, sem við fjöllum um dags daglega hafa verið til fara úti á golfvellinum. Golf Digest hefir tekið saman lista yfir best og verst klæddu kylfinga ársins 2012. Golf1 er sammála þeim lista í aðalatriðum, með þeirri stóru undantekningu að alger óþarfi er að hafa John Daly á lista þeirra verst klæddu. John Daly er SÉRSTAKUR og Ekki illa klæddur að mati Golf 1. Aðrir mættu taka sig á, eins og Golf Digest bendir réttilega á. En dæmi hver fyrir sig. Sjá má listann yfir best/verst klæddu kylfinga 2012 að mati Golf Digest með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 40 ára merkisafmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sér m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn um golfherminn með því að SMELLA HÉR: Golf 1 hefir einnig tekið viðtal við Svavar Geir sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Svavar Geir Svavarsson (40 ára stórafmæli!!!) Lesa meira
Nokkrir hápunktar ársins 2012 á Monterey golfvöllunum í Kaliforníu
Eftirfarandi eru nokkrir hápunktar golfársins 2012 á golfvöllum Monterey skagans: Phil Mickelson sigraði í AT&T Pebble Beach National Pro-Am (áður Crosby Pro-Am) átti m.a. glæsilokahring upp á 64 högg og vann Charlie Wi með 2 höggum. Tiger Woods spilaði í AT&T móti sínu frá árinu átti hrikalegan lokahring upp á 75 högg eftir að hafa farið 3 yfir á Doom stretch á Pebble Beach golfvellinum (þ.e. holum nr. 7-10). Mickelson þrípúttaði aldrei á 72 holum! Matt Dobyns, golfkennari í Fresh Meadow Country Club í New York sigraði í 45. PGA Professional National Championship með 8 högga mun á næsta mann og sló þar með met Sam Snead um mesta mun sigurvegara Lesa meira









