Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2012 | 11:55

The Match 24. grein af 24 – Viðtal við höfundinn Mark Frost

Hér á eftir í þessari lokagrein af 24 um „The Match“ er loks viðtal við höfund bókarinnar  Mark Frost, sem birtist 2007 í The Golfatlas:

Hvernig fréttirðu af sögunni „The Match“?

Ég heyrði fyrst um The Match þegar ég var að rannsaka heimildir fyrir bók mína The Greatest Game Ever Played. Mér var sögð sagan stuttlega af Ben Crenshaw og síðar Ken Venturi.

Hvað fannst þér svo heillandi við söguna að þú ákvaðst að skrifa bók?

The Match var orðin að einskonar goðsögn í golfinu á þeim 50 árum frá því að leikurinn fór fram en sagan hafði aldrei verið rannsökuð en sögð í samhengi. Þetta var ekki aðeins eftirminnilegur viðbuðru, en í leiknum komu saman 4 af mestu persónuleikum í íþróttasögunni og tíma og á þann hátt að hann sýndi með augljósum hætti þá umbreytingu sem íþróttin var að verða fyrir, þannig að atvinnumennirnir fóru að verða alls ráðandi. Mér fannst sem sagan væri fullkomið miðstykki frá sjónarhóli þess sem segir söguna, þ.e. beint á milli gullaldar Bob Jones og nútíma heims atvinnumótaraðanna.

Staðreyndin er að lítið hefir verið skrifað um „The Match“ hvernig hagaðirðu rannsóknum á leiknum? 

„The Match“ var unnið einvörðungu upp úr viðtölum og munnlegum frásögnum. Það var næstum engin umfjöllun í blöðum frá þessum tíma til þess að byggja á. Ég talaði mjög ítarlega við Ken Venturi en líka Byron Nelson, sem eru tvær aðalheimildirnar og e.t.v. 75 aðra sem höfðu einhvert samband við annaðhvort leikmennina eða viðburðinn.

Þú rannsakaðir kylfingana 4 sem léku „The Match“ ofan í kjölinn. Hvað kom þér mest á óvart í því ferli?

Stærstu uppgötvanirnar voru langt og flókið samband Byron Nelson og Ben Hogan, sem mjög lítið hefir verið skrifað um og algjörlega ótrúleg saga  Harvie Ward, sem er ein áhugaverðasta og e.t.v. sorglegasta saga í allri golfsögu Bandaríkjanna.

Af þessum 4 mönnum sem þú fjallar um í „The Match“ hver hafði mest áhrif á þig?

Allir af þeim 4 sem ég fjalla um eru heillandi en af gjörólíkum ástæðum og ég myndi vilja bæta við 3 öðrum: Eddie Lowery, George Coleman og Bing Crosby. Ken Venturi hefir e.t.v. skilið eftir mest, hann er orðinn vinur, en hann er líka sá eini, sem ég hef skrifað um, sem ég hef verið fær um að kynnast í eiginn persónu og það er í fyrsta skiptið frá því ég fór að skrifa golfbækur.

Hvað fannst þér heillandi við Marion Hollins?

Sem skapari Cypress Point og Passatiempo, þá er Marion Hollins ein af mest heillandi og frumlegustu persónum í bandarísku golfi. Á árunum í kringum 1920 þá er aðeins hægt að lýsa henni sem kvenkyns Bob Jones og framlag hennar til golfleiksins er allt eins mikilvægt. Saga hennar er líka eins sorgleg og Bob Jones. Ég vona að það að ég minnist á hana á einum stað í bókinni eigi eftir að vekja meiri áhuga á þessari eftirtektarverðu konu.

Marion Hollins

Cypress breytist frá morgni til kvölds veðurslega séð þ.e. eftir því sem líður á daginn. Hvernig var veðrið þarna í janúar þegar „The Match“ fór fram?

The Match fór fram kl. 10, 10. janúar 1956 og það er aðeins hægt að lýsa veðrinu sem fullkomnu; það var milt, enginn vindur, svolítið mistur að morgni til, nokkur ský eftir hádegi. Aðeins 2 dögum síðar varð vetrarstormur næstum til þess að hætt var við Crosby Pro-Am. Tímasetningin (fyrir „The Match“ gæti ekki hafa verið betri.

Hvert var leikformið í „The Match“?

Leikformið var betri bolti og áhugamennirnir Ken Venturi og Harvie Ward spiluðu á móti atvinnumönnunum, Ben Hogan og Byron Nelson.

Hversu margt fólk fylgdist með á 1. holu? Hvað voru áhorfendur orðnir margir á 18. holu?

Hringurinn hófst í raun án þess að nokkur vissi af, sem var eina leiðin til þess að fá Hogan til þess að samþykka að spila. Hann hafði ætlað sér að spila æfingahring á nálægum velli við Cypress, þ.e. Pebble Beach þennan morgun og hundruð birtust til þess að sjá hann leika. Hann vildi ekki að neinn fylgdist með sér spila við „tvo áhugamenn.“ En þegar aðeins átti eftir að spila síðustu 4-5 holur „The Match“ hafði breiðst út um allan Monterey skagann að Hogan og Nelson væru að spila saman við einhverja tvo aðra og allt eftir því við hverja maður talar þá er talið að um 5-10.000 hafi fylgst með þeim ljúka leiknum.

Fyrsta holan féll á jöfnu, á pari, þar sem hvorki Hogan né Venturi náðu að setja niður fuglapútt sín á fyrstu flötinni. Hversu margar aðrar holur féllu á jöfnu?

Aðeins 3 holur í „The Match“ féllu á jöfnu á pari; 1., 11. og 14. holan. Í hinum voru það 27 fuglar og 1 örn, sem mennirnir 4 skrifuðu á skorkortin.

Á hvern hátt hafði leikformið áhrif á ákvarðanirnar um hvernig spila ætti 9. holun? 

Níunda holan er stutt, stundum dræv-anleg par-4 hola með mikið af vandræðum beggja vegna þröngu brautarinnar. Skynsamlegast er að taka langt járn og síðan wedge á flöt. En þar sem um var að ræða besta bolta leikform reyndu þrír þeirra við flöt af teig og hittu!!

Lýstu leiknum á 10. braut, sem var eina brautin sem ekki féll á jöfnu.

Tíunda brautin reyndist vera ein af úrslitabrautunum í „The Match“ þegar Hogan setti niður 80 yarda pitch högg og vann holuna með erni.

Sextánda brautin er heimsfræg, bæði fyrir ægifegurð sína en líka fyrir þær hluta sakir hveru krefjandi hún er. Hvernig gekk mönnunum á þessu skrímsli?  

Þar sem veðrið var svo milt, enginn vindur þá var hin yndislega 16. braut sem skýtur svo mörgum skelk í bringu ekki sú hindrun, sem hún venjulega er; allir 4 komust á flöt og holan féll á jöfnu með fuglum þeirra Nelson og Ward.

Hversu miklu lægri voru sípruss viðartrén á 17. brautinni árið  1956, en þau eru í dag?

Ég veit ekki svarið við þessari. Af ljósmyndum að dæma eru þau aðeins örlítið lægri og voru þá enn talsverðar hindranir.

Hvernig spiluðu mennirnir 4 17. brautina?

Sautjánda brautin féll á jöfnu (eins og næstum allar holur) með fuglum í þetta sinn þeirra Hogan og Ward.

Hvert var lokaskorið?

Lokaskorið í The Match var 1&0. En að segja fólki frá því hver sigraði myndi skemma ánægju þeirra af því að komast að því sjálft.

Að lokum: Titill bókarinnar er: The Match “ The Day the Game of Golf Changed Forever. Hvers vegna var sá titill valinn?

Eftir að skrifa bókina og horfa tilbaka á þennan viðburð, þá virtist mér ljóst að þessi einka- að því er virtist venjulegi leikur milli 4 vina hafi markað skýra línu milli golfleiks fortíðarinnar og framtíðarinnar. Betri part þriggja kynslóða höfðu áhugamenn verið færir um að spila í sama klassa og atvinnumenn og stundum haft betur gegn þeim. Þetta voru þróunarlega séð tvær ólíkar fylkingar í golfleiknum – yfirstéttar áhugamenn sem sáu sjálfa sig sem verndara leiksins og vinnandi atvinnumenn sem ströggluðu við það að draga fram lífið á að spila golf.  Snemma 1950 fannst mörgum að meðal áhugamanna í Bandaríkjunum væru fleiri af betri leikmönnum þess tíma en meðal atvinnumannanna og að Walker Cup lið þess tíma gætu vel hafa unnið Ryder Cup liðin. Við munum aldrei vita það fyrir víst, en við getum sagt án þess að á móti verði borið að stuttu eftir að „The Match“ fór fram og stuttu efrtir að Venturi og Ward unnu báðir næstum því the Master – þá tóku atvinnumennirnir yfir í leiknum og hafa verið í yfirburðarstöðu allt síðan þá.  Eftir að farið var að sýna frá golfleikjum í sjónvarpi og eftir að Arnold Palmer kom á sjónarsviðið, eftir að verðlaunafé var yfirskilvitslega mikið þá var spurningin um hvort hæfileikaríkir áhugamenn ættu að gerast atvinnumenn næstum óþörf. Eftir „The Match“ hafa áhugamenn og atvinnumenn aldrei staðið jafnfætis í golfinu. Leikurinn hafði svo sannarlega breyst að eilífu. Hefir hann breyst til góðs? Örugglega fyrir leikmennina. En mun flóknara er að svara því hvort svo sé og hafi verið fyrir leikinn sjálfan.