Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2012 | 14:00

Hvað mun Tiger gera 2013? Sigra!

2013 keppnistímabil PGA er rétt handa við hornið og hefst 4. janúar með 1. móti ársins á Hawaii.

Þeir hjá USA Today birtu spá sína um hvað Tiger muni gera 2013 og svarið er einfalt …. sigra!

Þeir búast við að Tiger sigri oft 2013 þ.á.m. 15. risamótstitil sinn – en hann hefir hægt verið að koma aftur, hefir haldist svo til meiðslalaus árið 2012 og náð að sigra 3 sinnum.

Tiger segir að sé frískari en hann hafi verið lengi; hnéð á honum, sem hann fór í aðgerð með er búið að standast álagið 2012. Hann lauk sigurleysi sínu frá árinu 2011 og segir að stutta spilið sitt sé komið aftur í gírinn. Spennandi ár 2013 framundan hjá Tiger!