Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2012 | 19:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jean Françoise Luquin – 25. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jean Françoise Luquin. Hann er fæddur 25. desember 1978 í Valence, Drôme í Frakklandi og á því 34 ára afmæli í dag. Jean Françoise býr í Cressiers, í Sviss. Hann á 8 ára son, Arthur. Jean Françoise gerðist atvinnumaður í golfi 1997, er á Evrópumótaröðinni, þar sem hann hefir sigrað 1 sinni og alls 5 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður.

Aðrir frægir kylfingar eru:   Mianne Bagger, 25. desember 1966 (46 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (30 ára stórafmæli!!!);   ….. og …..