Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2012 | 13:00

Darren Clarke telur val Bandaríkjamanna á Watson sem fyrirliða í Ryder Cup 2014 hafi áhrif á hvern Evrópumenn velja sem fyrirliða

Darren Clarke heldur því fram að tilnefning Tom Watson sem fyrirliða Bandaríkjamanna í Ryder Cup hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hafi virkilega gefið Evrópumönnum eitthvað að hugsa um áður en þeir velja fyrirliða sinn.

Í upphafi var talið að valið myndi einungis standa milli Darren Clarke og Paul McGinley og það væri ljóst þegar mótanefndin kemur saman á fund í Abu Dhabi í næsta mánuði en sigurvegari Opna breska á síðasta ári, Darren Clarke, er ekki svo viss og því gæti Colin Montgomerie aftur verið inn í myndinni, sem fyrirliði.

Þegar Clarke var í London fyrir nokkrum dögum til að taka á móti PGA Recognition Award fyrir framlag hans til golfíþróttarinnar sagði hann m.a. að val Bandaríkjamanna á Tom Watson „gæti vel haft áhrif hver er valinn (sem fyrirliði af hálfu Evrópumanna í Ryder Cup 2014).

„Margir, þ.á.m. ég voru hissa þegar Tom Watson var valinn.“

„Þetta sendir stór skilaboð sem er brillíant fyrir viðburðinn – það eru nokkrar golfgoðsagnir í golfi; hann er dáður í Skotlandi og það sendir út þau skilaboð að þeir (Bandaríkjamenn) séu mjög ákveðnir í að vinna (Ryder) bikarinn aftur.“

„Kannski verður við að líta á annað fólk (í hlutverk fyrirliða). Hver sem stendur á sviðinu gegnt Tom Watson verður að hafa mikinn persónuleika.“

„Við verðum af alvöru að finna rétta manninn í starfið.“

„Við erum með óskráða reglu að við biðjum ekki neinn um endurtekningu (þ.e. að gegna fyrirliðastöðu aftur) en við gætum þurft að horfa á þann valkost.“

Montgomery sem var 8 sinnum nr. 1 í Evrópu samþykkti að taka að sér fyrirliðastöðuna fyrir 2 árum í Celtic Manor og leiddi Evrópu til sigurs.

Clarke sagði að það myndi vera heiður að taka við forystunni en hann telur jafnvel að hann hafi eitt mót í sér enn.

Síðasti sigur Clarke í Ryder Cup var fyrir 6 árum í K Club á Írlandi, þ.e 2006 – og hann vann alla 3 leiki sína aðeins 6 vikum eftir að hann missti konu sína, Heather, en hún dó úr brjóstakrabbameini.

„Ef þeir bæðu mig að taka að mér fyrirliðastöðuna myndi það vera erfið ákvörðun. Ég er enn bara 44 og það er ekkert svo langt síðan að ég sigraði á Opna breska,“ sagði Clarke.

Það var í júlí á síðasta ári að Clarke sem þá var nr. 111 á heimslistanum sigraði í Sandwich.

Hann hefir eftir það fallið niður í 145. sætið á heimslistanum en náði að vera meðal 10 efstu á Australian PGA Championship  og það hefir vakið bjartsýni hans fyrir árið 2013 .

Heimild: Yorkshire Post