Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2012 | 09:15

Rory kominn með tvö tilboð í húsið sitt á Norður-Írlandi

Rory McIlroy er nú að velta fyrir sér tveimur tilboðum í $ 3,2 milljóna hús sitt rétt fyrir utan Belfast á Norður-Írlandi.

Fasteignasalinn Michael Rodgers sagði í írska dagblaðinu The Irish Independent í gær, jóladag, að hinn 23 ára sigurvegari PGA Championship væri við það að ganga frá sölu á húsi sínu í Moneyreagh í Castlereagh hæðunum fyrir ofan Belfast.

„Allir þeir sem hafa farið í skoðunarferð um húsið eru færir um að kaupa það. Við höfum ekki eytt tímanum að óþörfu,“ sagði Rodgers í blaðaviðtalinu.

Tilboðin sem borist hafa í húsið eru frá viðskiptajöfri sem áhuga hefir á viðskiptum í Norður-Írlandi og „heimamanni“ sem býr sem stendur í London og er að planleggja að flytja aftur heim til Belfast.

Eign McIlroy í Belfast hefir verið á söluskrá síðan í september.  Hann er nú nýlega búinn að ganga frá kaupum á $9,5 milljóna húsi í Palm Beach Gardens í Flórída nálægt The Bear´s Club. Auð landareign er við hliðina á húsi McIlroy í Flórída og er fólk farið að spá í hvort Rory kaupi hana ekki líka og láti útbúa tennisvöll fyrir kærestu sína, fyrrum nr. 1 í heiminum í kvennatennisnum, Caroline Wozniacki.

Hér má sjá frétt The Independent um fyrirhugaða húsasölu Rory SMELLIÐ HÉR: