Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2012 | 16:00

LPGA: Hvað er það besta við jólin að mati nýliða LPGA?

Golf 1 hefir nú að undanförnu verið að kynna nýliða á sterkustu kvenmótaröð heims bandarísku LPGA mótaröðinni. Blaðafulltrúa þeirrar mótaraðar lék forvitni á að vita hvað nýliðunum þætti það besta við jólin. Hér fara svörin:

Kylfingur
Marina Alex Snjór!
Frances Bondad Að vera með fjölskyldunni
Katie Burnett Að vera með fjölskyldunni.
Brianna Do Að allir komi saman og hlægi og eignist tonn af góðum minningum.
Lauren Doughtie Að vera með fjölskyldunni.
Paz Echeverria Að borða með fjölskyldunni, systkinum og foreldrum.
Victoria Elizabeth Að vera með fjölskyldunni, elda og horfa á vídeóupptökur af fjölskyldunni!
Breanna Elliott Að verja tíma með fjölskyldunni og gefa gjafir
Marita Engzelius Að öll fjöskyldan komi saman.
Austin Ernst Að verja tíma með fjölskyldu og vinum.
Jordan Hardy Að vera heima í náttfötunum með fjölskyldunni.
Daniela Iacobelli Að undirbúa árið sem framundan er.
Kelly Jacques Að vera með þeim, sem maður elskar.
Felicity Johnson Að fara í hlý föt og sjá öll ljósin heima í Birmingham.
Moriya Jutanugarn Mér líka gjafirnar!
Taylore Karle Fjölskyldan.
Sue Kim Að sofa heima ein.
Inhong Lim Að hlusta á kirkjukórinn og fá gjafir!
Alejandra Llaneza Að sjá alla fjölskylduna sem býr dreift um allan heim samankomna.
Lisa McCloskey Jólaljósin.
Haley Millsap Það er fæðing herra vors og frelsara Jesú Krists!
Kayla Mortellaro Að verja tíma með fjölskyldu og vinum.
Brooke Pancake Að hitta fjölskyldu og vini og opna gjafirnar!
Garrett Phillips Jólaandinn!
Nicole Smith Heitt súkkulaði, fjölskyldan og jólaglögg!
Marina Stuetz Þegar bjöllurnar hringja rétt áður en ég sé jólatréð í fyrsta sinn 24. desember!
Kim Welch
(ekki nýliði)
Að vera með fjölskyldunni og búa til smákökur!