Vinsælasta fréttaefnið á Golf 1 árið 2012
Í dag hefir Golf 1 verið starfandi nákvæmlega í 1 ár 3 mánuði og 4 daga. Frá því Golf 1 hóf starfsemi hafa tæp 4500 greinar verið skrifaðar, þar af 3539 það sem af er ársins. Það gera nákvæmlega 9,7 greinar að meðaltali á hverjum degi allan ársins hring, sem er mesta fréttamagn af öllum golffréttavefum hérlendis. Í réttu hlutfalli við það hefir lesendum Golf 1 farið fjölgandi og ber að þakka það, sem og þann fjölda fréttaskota, sem Golf 1 hafa borist á árinu sem er að líða. Endilega sendið fréttir sem þið viljið að birtist á golf1@golf1.is Svona í árslok er vinsælt að taka saman hvaða fréttaefni tengdu Lesa meira
Ragnar Már spilaði á 7 yfir pari á 2. degi í Miami
Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída er nú hálfnað. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61. Ragnar Már Garðarsson, GKG, spilaði í dag á 7 yfir pari, 78 höggum; fékk 2 fugla, 8 pör, 6 skolla og 2 skramba og bætti sig um 4 högg frá því í gær. Hann deilir 57. sæti með Zachary Granoff frá Miami; báðir á samtals 18 yfir pari. Í efsta sæti er sem fyrr Englendingurinn Patrick Kelly á samtals 9 undir pari. Golf1 óskar Ragnari Má góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna þegar Orange Bowl er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
Ragnar Már á 2 yfir pari eftir 9 holur á 2. hring í Miami
Ragnar Már Garðarsson, GKG, er nú hálfnaður með 2. hring sinn á Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61. Ragnari Má gekk helmingi betur með fyrri 9 í dag en í gær; loksins farnir að sjást fuglar á kortinu hans, en hann fékk 2 fugla á fyrri 9, 3 pör og 4 skolla, semsagt á 2 yfir pari. Í samræmi við það er Ragnar Már á hægri siglingu upp skortöfluna. Vonandi verða seinni 9 jafnvel enn betri en fyrri 9!!! Golf 1 verður með stöðufrétt síðar í kvöld, þegar Orange Bowl er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer – 28. desember 2012
Það er nr. 28 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og svo skemmtilega vill til að hann er 28 ára í dag. Hann heldur heimili bæði í Mettmann í Þýskalandi og í Scottsdale, Arizona og æfir í eyðimörkinni þar – en við þannig aðstæður virðist hann kunna vel við sig s.s. 3 sigrar hans á Evrópumótaröðinni í Abu Dhabi bera vitni um. Kaymer gerðist atvinnumaður 2005 og hefir á þeim tíma sigrað 18 sinnum, þar af 10 sinnum á Evrópumótaröðinni. Fræknasti sigur hans til þessa er þó á PGA Championship risamótinu, árið 2010 og eins var Lesa meira
Frægir kylfingar: Ewan McGregor
Sá, sem þykir líklegastur til þess að hljóta verðlaun við næstu Óskarsverðlaunaafhendingu, fyrir besta karlleikara í aukahlutverki er skoski leikarinn Ewan McGregor fyrir frábært hlutverk sitt sitt í jólamynd Sambíóanna í ár „The Impossible,“ sem hlotið hefir einróma lof gagnrýnenda. Sjá má trailerinn af The Impossible með því að SMELLA HÉR: Ewan er fæddur 31. mars 1971 og því 41 árs. Hann á 4 dætur og er kvæntur eiginkonu sinni Eve Mavrakis. Þekktastur var Ewan McGregor (fyrir gerð „The Impossible“) fyrir hlutverk sín sem Mark Renton í Trainspotting frá árinu 1996, Obi-Wan Kenobi í Star Wars (1999-2005 – 3 myndir) og sem Christian í kvikmyndinni Moulin Rouge, frá árinu 2001. Lesa meira
Ragnar Már hefur leik á 2. hring í Miami
Ragnar Már Garðarsson, GKG, var að fara út nákvæmlega þegar þessi frétt er birt, en hann á rástíma kl. 10:24 að staðartíma í Coral Gables, Miami þ.e. kl. 15:24 hér á Íslandi. Ragnar Már á mjög erfiðan hring framundan, en bilið milli hans og Englendingsins Patrick Kelly, sem spilaði á 6 undir pari í gær og er í efsta sæti eftir 1. hring eru 17 högg. Aðeins tveir eru í ráshóp Ragnars Más, hann sjálfur og kylfingur frá Zimbabwe, Ben Follett-Smith og hefja þeir leik á 1. teig. Golf 1 óskar Ragnari Má góðs gengis og er hugurinn hjá honum á Biltmore vellinum í Coral Gables næstu 5 tímana! Til Lesa meira
GK: Áramótapúttmót Keilis fer fram á Gamlársdag
Hið árlega áramótapúttmót Hraunkots verður haldið á Gamlársdag frá kl. 11:00-16:00. Spilaðir tveir hringir og betra skor gildir, kostar aðeins 500 krónur. Glæsilegir flugeldapakkar í verðlaun fyrir þá sem vinna. Ef veður leyfir verður einnig haldið 9 holu mót á Hvaleyrinni, það eina sem þarf að gera er að mæta engin fyrirfram skráning. Einsog undanfarin ár verða veitingar bæði uppí golfskála og í Hraunkoti […]. Heimild: Heimasíða Keilis
John Hughes þjálfari Hartlepool í leit að „Ian Poulter“ meðal leikmanna sinna
John Hughes er þjálfari 3. deildar liðsins Hartlepool í enska boltanum. Og Hartlepool er á botni 3. deildar (First League) á Englandi. Í skemmtilegu viðtal við bæjarblað Hartlepool, Hartlepool Mail óskar Hughes sér leikmanns, sem snúi hlutunum til betri vegar líkt og Ian Poulter gerði í Ryder Cup liði Evrópumanna í „Kraftaverkinu í Medinah.“ Hughes sagðist hafa horft á Ryder Cup og séð frammistöðu Ian Poulter þar. Hann spyr m.a. í blaðaviðtalinu: „Hver er Ian Poulter-inn okkar?“ „Hver mun leiða?“ „Hver tekur að sér að hvetja hina áfram?“ Gaman að þessu þegar aðrar íþróttagreinar taka sér golfíþróttina og þá sem framast standa þar til fyrirmyndar!!! Hér má sjá blaðagreinina í Lesa meira
Hringur á fingri Caroline Wozniacki veldur vangaveltum hvort hún og Rory séu trúlofuð
Þekktasta íþróttapar ársins 2012 lenti á Brisbane flugvelli í Ástralíu í gær, en þangað er kæresta nr. 1, Caroline Wozniacki mætt ásamt sjálfum nr. 1, Rory McIlory, til þess að venjast aðstæðum fyrir Brisbane International og Australian Open tennismótin, sem hefjast í næsta mánuði. Það sem vakti athygli blaðamanna, sem sátu um skötuhjúin var stærðarinnar demants-safír-hringur á hendi Caroline, sem þegar hefir valdið vangaveltum um hvort þau draumadúllurnar hafi trúlofast yfir hátíðarnar. Trúlofunarhringur eða bara flott jólagjöf? Í síðasta mánuði neitaði Caroline að Rory hefði beðið hennar en það gæti s.s. hafa breyst nú yfir aðaldaga jólahátíðarinnar. Caroline svaraði spurningum blaðamanna stuttlega og Rory neitaði alfarið viðtali við þá. Caroline Lesa meira
Lydia Ko stóð upp úr af nýsjálenskum kylfingum 2012
Skærasta stjarna Ný-Sjálendinga í golfheiminum árið 2012 var án nokkurs vafa hin 15 ára Lydia Ko. Hún er líka vafalaust ein mesta framtíðarstjarna kvennagolfsins; er nú þegar efst á heimslista áhugamanna. Þann 29. janúar 2012 varð Ko yngsti sigurvegari – kven- eða karlkyns – á móti atvinnumanna, en þá var hún enn 14 ára og sigraði New South Wales Open, sem er mót, sem bæði LET og ALPG standa að. Aldursmet hennar sem yngsti sigurvegari í móti atvinnumanna var að vísu slegið á árinu af kanadíska kylfingnum Brooke Henderson, sem var 2 dögum yngri en Lydia Ko, þegar hún vann mót á Canadian Women´s Tour. Sjá má myndskeið með Brooke Henderson Lesa meira








