Afmæliskylfingur Gamlársdags: Ólafur Árnason – 31. desember 2012
Afmæliskylfingur gærdagsins, Gamlársdag 2012, var Ólafur Árnason. Ólafur er fæddur 31. desember 1962 og átti því 50 ára stórafmæli!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn eftir á: Ólafur Árnason f. 31. desember 1962 (50 ára merkisafmæli!!!) Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli á Gamlársdag 2012 voru: Michael Francis Bonallack, 31. desember 1934 (78 ára); David Ogrin, 31. desember 1957 (55 ára); Bobby Gates, 31. desember 1985 (27 ára) ….. og ……. Dagný Davíðsdóttir f. 31. desember 1964 (48 ára) Valtþór Óla f. 31. desember 1961 (51 árs ) Kristinn Nikulásson f. 31. desember 1954 (58 ára) Golf 1 Lesa meira
Gleðilegt nýtt ár 2013!
Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2013, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf1 hefir nú verið starfandi í rúma 15 mánuði, þ.e. 1 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst tæp 4500 greinar, á 2. hundrað myndaseríur og á 2. hundrað viðtala við erlenda jafnt sem innlenda kylfinga. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert nema aukist frá því hann hóf starfsemi 25. september 2011. Ýmsar nýjungar verða á döfinni á Golf1 á næsta ári, 2013, sem kynntar Lesa meira
Veikur Ragnar Már lauk keppni í Miami í dag
Ragnar Már Garðarsson, GKG, lék veikur, þ.e. með hita fyrstu dagana á Orange Bowl International Championship, en hann hefir sökum þess ekki náð að sýna sínar réttu hliðar. Mótið hefir staðið undanfarna 3 daga og var 4. og lokahringurinn spilaður í dag. Þetta er sterkt mót, sem haldið er árlega og þar sem margir af bestu ungu kylfingum í Bandaríkjunum og hvaðanæva úr heiminum keppa á. Mótið veitir mörg stig til heimslista áhugamanna. Þrátt fyrir veikindi náði Ragnar Már að bæta sig nánast með hverjum deginum og verður að segja að hann hafi sýnt mikinn karakter að klára mótið! Í dag lék Ragnar Már lokahringinn á 4 yfir pari, 75 höggum, Lesa meira
Jiménez fótbrotnaði á skíðum
Spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez fótbrotnaði þegar hann féll í skíðabrekku og mun verða frá golfleik í 5 mánuði. Jiménez sagði í fréttatilkynningu í dag að hann hefði gengist undir skurðaðgerð eftir slysið í gær á laugardag. Jiménez sagði: „Ég var að spila vel, en maður verður að taka lífinu eins og það kemur fyrir.“ Jimenéz var varafyrirliði í liði Evrópu í Ryder bikarnum í Medinah s.l. september. Í nóvember varð hinn 48 ára Jiménez elsti sigurvegari Evrópumótaraðarinnar þegar hann halaði inn 3. sigri sínum í Hong Kong. Miguel Ángel hefir unnið til 19 titla á Evrópumótaröðinni.
Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods – 30. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins í dag er Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og er því 37 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bláungum þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger ólst upp í Kaliforníu þar sem hann sigraði næstum öll mót í sínum aldursflokki og oft krakka sem voru mun eldri en hann. Tiger var aðeins 3 ára þegar hann spilaði 9 holur undir 50 höggum. Fyrsta skiptið sem það gerðist var hann á 48 höggum og spilaði Lesa meira
Golfútbúnaður: 10 mestu golfútbúnaðarfréttir ársins 2012
Hvað skyldi nú hafa borið hæst hvað varðar golfútbúnað á árinu 2012? Er það bannið á löngu pútterunum, magapútterum og „kústsköftum? Eru það kaup TaylorMade á Adams, eða rocketballz trén þeirra eða rocketbladez járnin? Er það Orion Black Hawk pútterinn hans Matt Every? Eða radarleitartækið, videóspólan eða „the thing“ eins og pútterinn var nefndur. Er það málshöfðun Oakley á hendur Rory og Nike? Golf Digest er búið að taka saman 10 mestu golfútbúnaðarfréttirnar að þeirra mati sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Wozzilroy ekki trúlofuð
Wozzilroy er nýyrði í golfpressunni erlendis, en átt er við nr. 1 á lista yfir bestu kylfinga heims, Rory Mcilroy og fyrrum nr. 1 á heimslista yfir bestu kven- tennisleikara heims, Caroline Wozniacki. Það fór fjölunum hærra að þau skötuhjúin hefðu drifið í að trúlofast yfir jólin og þóttu ástralskir fjölmiðlar sjá merki þess þar sem Caroline bar stóran safír-demantshring á baugfingri vinstri handar. Nú hafa allar sögusagnir um trúlofunina verið kveðnar í kútinn af blaðafulltrúa Rory. Eftirfarandi var haft eftir blaðafulltrúa Rory varðandi sögusagnir um trúlofun Rory við Caroline Wozniacki: „ Af hálfu Rory McIlroy vil ég hér með staðfesta að hann er EKKI trúlofaður Caroline Wozniacki eins og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rut Svanbergsdóttir – 29. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rut Svanbergsdóttir. Helga Rut er fædd 29. desember 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Helga Rut byrjaði í golfi 10 ára gömul, þegar pabbi hennar sendi hana á golfnámskeið hjá GKJ. Þar kynntist hún vinkonum sínum Evu Ómarsdóttur, Katrínu Dögg Hilmarsdóttur, Snæfríði Magnúsdóttur og Nínu Björk Geirsdóttur og saman eru þær stöllur fyrir löngu orðnar landsþekktir kylfingar. Saman urðu þær Íslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna 1998 og 2001. Af mörgum afrekum Helgu Rutar á golfsviðinu er e.t.v. rétt að geta að hún varð Íslandsmeistari í flokki stúlkna 16-18 ára árið 1999 og 2000. Hún varð stigameistari stúlkna 16-18 ára 1999 og 2000. Helga Rut keppti með Lesa meira
Aron Pálmarsson íþróttamaður ársins – enginn kylfingur meðal 10 efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2012
Nú í kvöld var íþróttamaður ársins 2012 kjörinn í beinni á RÚV. Þessir hlutu tilnefningar: Alfreð Finnbogason, atvinnumaður í fótbolta í Heerenveen, Hollandi. Aron Pálmarsson, atvinnumaður í handbolta í Kiel, Þýskalandi. Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Breiðabliki. Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni 62,67 setti Íslandsmet. Ásgeir Sigurgeirsson, atvinnuskytta í Groß- und Kleinkaliber Hannover. Gylfi Þór Sigurðsson, atvinnumaður í fótbolta með Tottenham Hotspur. Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, Evrópumeistari í hópfimleikum. Jón Margeir Sverrisson, sundmaður og gullmedalíuhafi á Olympíuleikunum. Kári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrnukona Westham City Wonderers í Ástralíu og Malmö í Svíþjóð og þar áður Breiðablik. Athygli vekur að enginn kylfingur er meðal 10 efstu, Lesa meira
Ragnar Már lék á 74 höggum á 3. degi í Miami
Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefir nú lokið 3. hring á Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61. Ragnar Már lék sinn besta hring til þessa í mótinu, kom inn á 3 yfir pari, 74 höggum; fékk 1 fugl, 13 pör og 4 skolla. Samtals er Ragnar Már búinn að spila á 21 yfir pari, 234 höggum (82 78 74). Til þess að stöðuna eftir 3. dag Orange Bowl 2012 SMELLIÐ HÉR:








