Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2012 | 18:45

Ragnar Már á 2 yfir pari eftir 9 holur á 2. hring í Miami

Ragnar Már Garðarsson, GKG, er nú hálfnaður með 2. hring sinn á  Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61.

Ragnari Má gekk helmingi betur með fyrri 9 í dag en í gær; loksins farnir að sjást fuglar á kortinu hans, en hann fékk 2 fugla á fyrri 9, 3 pör og 4 skolla, semsagt á 2 yfir pari.

Í samræmi við það er Ragnar Már á hægri siglingu upp skortöfluna.

Vonandi verða seinni 9 jafnvel enn betri en fyrri 9!!!

Golf 1 verður með stöðufrétt síðar í kvöld, þegar Orange Bowl er hálfnað.

Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más í Orange Bowl SMELLIÐ HÉR: