Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2012 | 14:00

Vinsælasta fréttaefnið á Golf 1 árið 2012

Í dag hefir Golf 1 verið starfandi nákvæmlega í 1 ár 3 mánuði og 4 daga.  Frá því Golf 1 hóf starfsemi hafa tæp 4500 greinar verið skrifaðar, þar af 3539 það sem af er ársins.  Það gera nákvæmlega 9,7 greinar að meðaltali á hverjum degi allan ársins hring, sem er mesta fréttamagn af öllum golffréttavefum hérlendis. Í réttu hlutfalli við það hefir lesendum Golf 1 farið fjölgandi og ber að þakka það, sem og þann fjölda fréttaskota, sem Golf 1 hafa borist á árinu sem er að líða. Endilega sendið fréttir sem þið viljið að birtist á golf1@golf1.is

Svona í árslok er vinsælt að taka saman hvaða fréttaefni tengdu golfi hafi höfðað mest til lesenda golffréttavefanna.  Því hefir oft verið fleygt að greinar um kvenkylfinga séu mun óvinsælla efni á golffréttavefum en um karlkylfinga. Svo er ekki raunin hér á Golf 1.  Nægir þar að nefna að vinsælasta erlenda fréttin á Golf 1 er um konu, Suzann Pettersen og reyndar  næstu 3 líka. Vinsælasta myndaserían árið 2012 var tekin á kvennamóti. Það viðtal sem  Golf 1 tók við íslenskan kylfing og langvinsælast var var við Björgu Traustadóttur, GÓ og munaði 22 smellum á henni og næstvinsælasta viðtalinu sem líka var við kvenkylfing, Auði Kjartansdóttur í GMS; hér er talað um öll viðtöl sem Golf 1 tók. Þriðja vinsælasta viðtalið og langvinsælasta viðtalið af karlkylfingum sem Golf1 tók á árinu var við Baldvin Jóhannsson í GK, samt munaði aðeins 54 smellum á því viðtali og  4. vinsælasta viðtalinu yfir heildina tekið, þ.e. viðtalið við Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur, klúbbmeistara GA.  Mest lesna afmæliskylfingsgreinin á Golf 1 er afmælisgreinin hennar Jóhönnu Margrétar Sveinsdóttur í GK og eins eru 2 næstvinsælustu afmælisgreinarnar um kvenkylfinga, þ.e. um þær Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG og Katrínu Björgu Aðalbjörnsdóttur, GHR.  Loks mætti geta þess að jafnvel í enska hluta Golf 1 er viðtal á ensku við framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja, Elsu Valgeirsdóttur vinsælasta og það langvinsælasta greinin og greinilegt að áhugi erlendra kylfinga (sem og e.t.v.  einhverra Íslendinga) á Elsu og Vestmannaeyjavellinum er mikill. Þess ber að geta að meirihluti lesenda Golf1 eru karlar (54%), sem leiðir líkum að því að þeim finnist efni um kvenkylfinga ekki síðra fréttaefni, sé ekki hallað á fréttir af þeim; en það hefir aldrei verið stefna Golf 1 – heldur jafnrétti í hvívetna og að svo miklu leyti sem það er hægt.

Hér á eftir fer samantekt um hvað  hefir verið vinsælast, (þ.e. mest smellt á, á Golf 1), á árinu sem er að líða, 2012:

Fréttir, fróðleikur og skemmtiefni (innlent)

1. sæti Smá golfgrín: Hættulegt að spila golf með eiginkonunni?

2. sæti  GR: Theodór Ingi og Gylfi Aron sigruðu á Opnunarmóti Grafarholts í samvinnu við Didriksons 

3. sæti Ólafur E. Ólafsson framkvæmdastjóri GKG lést 17. maí 2012

4. sæti GMS: Margeir Ingi og Sara klúbbmeistarar 2012

5. sæti  GN: Eysteinn Gunnarsson fór holu í höggi

6. sæti  Systkin á Eimskipsmótaröðinni, birt 29. maí 2012

7. sæti GO: Kynning Magnúsar Birgissonar, golfkennara, á SeeMore pútternum tókst vel – fleiri kynningar á döfinni

8. sæti Magnús Birgisson golfkennari verður með kynningu á Seemore pútterum í Kauptúni 19. febrúar k. 14-16

9. sæti  Arnar Vilberg Ingólfsson klúbbmeistari GH 2012

10. sæti Sveitakeppni unglinga: Sveitir Keilismanna sigursælar í flokki 15 ára og yngri drengja

11. sæti  Íslandsmótið í höggleik hefst á fimmtudag – Kristján Þór: „Verður gott mót fyrir Keili.”

11. sæti  GKG: Örn Bergmann Úlfsson sigraði á Atlantsolíu Open – úrslit

12. sæti GK: 12 ára strákur Aron Atli Bergmann Valtýsson fór holu í höggi

13.  sæti  Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 2. deild kvenna GSS og GO keppa í 1. deild að ári!

14. sæti Áskorendamótaröð Arion (3) úrslit

15. sæti  Áskorendamótaröð Arion (4) úrslit

16. sæti Smá föstudagsgolfgrín, birt 16. mars 2012

17. sæti GK: Anna Sólveig, Hildur Rún, Saga Ísafold, Högna Kristbjörg, Guðrún Brá og Sara Margrét spila á Írlandi á Opna undir 18 ára mótinu

18. sæti GO: Þórdís Geirs var á besta skorinu í Styrktarmóti Soroptimistafélags Reykjavíkur – spilaði Oddinn á 69 glæsihöggum!!!

19. sæti GO: Hlynur Þór Haraldsson og Emil Þór Ragnarsson sigruðu í SKJÁR GOLF OPEN

20. sæti Sunna Víðisdóttir var á besta skorinu í stúlknafl. á Unglingamóti Arion banka (3)

20. sæti GÖ: Halla Björk og Ísak klúbbmeistarar 2012

20. sæti Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu

 

Fréttir, fróðleikur og skemmtiefni (erlent)

1. sæti Enn um nektarmyndir Suzann Pettersen birt 15. júlí 2012

2. sæti Hver er kylfingurinn: Nikki Garrett?

3. sæti Holly Sonders: Sú heitasta í golfinu í dag?

4. sæti ALPG: Hver er kylfingurinn Sarah Kemp?

5. sæti Hver er kylfingurinn: Jason Dufner – seinni grein?

 

5 vinsælustu viðtalsgreinarnar á Golf 1 2012 (Viðtalið: konur)

1. sæti Björg Traustadóttir, GÓ.

2. sæti Auður Kjartansdóttir, GMS.

3. sæti Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA.

4. sæti Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO.

5. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.

5. sæti Eva Karen Björnsdóttir, GR.

5. sæti Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

 

5 vinsælustu viðtalsgreinarnar á Golf 1 2012 (Viðtalið: karlar):

1. sæti Baldvin Jóhannsson, GK.

2. sæti Ragnar Már Garðarsson, GKG.

3. sæti  Ingi Rúnar Gíslason, GK.

4. sæti Gísli Sveinbergsson, GK.

5. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.

5. sæti Daníel Hilmarsson, GKG.

 

10 vinsælustu myndaseríurnar á Golf 1, 2012: 

1. sæti Lancôme Open mótið 2012

2. sæti Unglingamótaröð Arion banka (3) – fyrri dagur

3. sæti Opna TaylorMade mótið hjá GR

4. sæti Áskorendamótaröð Arion banka (1)

5. sæti Viðmiðunarmót LEK hjá GS 20. maí 2012

6. sæti Fyrsta golfmót Siglfirðinga á Höfuðborgarsvæðinu (fór fram í september 2011 – en myndaserían birtist snemma árs 2012 á Golf 1)

7. sæti Unglingamótaröð Arion banka (3) – seinni dagur

8. sæti Golfmót Félags kvenna í atvinnulífinu

9. sæti GK: Gamlársdagspúttmót Golfklúbbsins Keilis

10. sæti Unglingamótaröð Arion banka (1)

 

10 vinsælustu greinarnar um Afmæliskylfing dagsins á Golf 1, 2012:

1. sæti Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, GK, 31. mars 2012

2. sæti Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, 13. júní 2012

3. sæti Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, GHR,  24. september 2012

4. sæti Sigursteinn Árni Brynjúlfsson, GR, 9. mars 2012

5. sæti Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 26. febrúar 2012 (10 ára)

6. sæti Anna Snorradóttir, GK,  20. maí 2012

7. sæti  Tony Lema, 25. febrúar 2012

8. sæti Margeir Ingi Rúnarsson, GMS, 10. júní 2012

9. sæti Elías Björgvin Sigurðsson, GKG, 22. maí 2012

10. sæti Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, GR, 11. maí 2012

10. sæti Afmæliskylfingur dagsins: Egill Egilsson, GMS,  fór holu í höggi á afmælisdaginn – 18. ágúst 2012

10. sæti Gunnar Smári Þorsteinsson, GR –  14. janúar 2012

10. sæti Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF –  4. apríl 2012

 

5 vinsælustu greinarnar í greinaflokknum „Frægir kylfingar“:

1. sæti  Michael Phelps

2. sæti Eva Longoria

3. sæti Donald Trump

4. sæti Frægir kylfingar: Rokkarinn Alice Cooper bendir á svindlara meðal fræga fólksins í golfinu – myndskeið

5. sæti Frægir kylfingar: Charlize Theron og George Clooney lýsa aðdáun sinni á Fassbender

5. sæti Jean Harlow

 

5 vinsælustu kynningarnar á golfvöllum 2012:

1. sæti Golfvellir á Spáni: í Cadíz nr. 1 – Montecastillo Barcelló Golf Resort.

2. sæti Golfvellir í Kazakhstan: Nurtau og Zhailjau

3. sæti Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 4 – Alcaidesa

4. sæti Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 2 – Dehesa Montenmedio Golf & Country Club

5. sæti Golfvellir í Rússlandi (9. grein af 9): Tseleevo golfvöllurinn

 

5 vinsælustu golfútbúnaðargreinarnar 2012:

1. sæti Nike setur á markaðinn nýjan „Tiger” golfskó

2. sæti Nýju Mizuno MP-64 járnin hans Luke Donald

3. sæti Samantekt á öllum helstu golfskónum 2012

4. sæti Nýjasta leynivopn Bubba Watson – FootJoy GTxtreme golfhanskinn

5. sæti Titleist 913 D2 dræver

 

5 vinsælustu golfgreinarnar á Golf 1 skrifaðar 2012 á ensku: 

1. sæti Introducing: Elsa Valgeirsdóttir – Manager of the Westman Islands Golf Club.

2. sæti  Six golfers from The Golf Club Keilir will be participating in the Irish Girls U18 Open Stroke Play Championship April 21st 2012.

3. sæti Gísli Sveinbergsson Icelandic Junior Champion in the age group 15-16 yr. old boys in Stroke Play 2012.

4. sæti Leifsstaðir a hidden Pitch & Putt gem in the North of Iceland.

4. sæti Introducing: Icelanders who play on US College Golfteams no.1 – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

5. sæti Axel Bóasson is fareing well in the SEC Championship at Sea Island in Georgia.