Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2012 | 13:00

GK: Áramótapúttmót Keilis fer fram á Gamlársdag

Hið árlega áramótapúttmót Hraunkots verður haldið á Gamlársdag frá kl. 11:00-16:00.

Spilaðir tveir hringir og betra skor gildir, kostar aðeins 500 krónur.

Glæsilegir flugeldapakkar í verðlaun fyrir þá sem vinna.

Ef veður leyfir verður einnig haldið 9 holu mót á Hvaleyrinni, það eina sem þarf að gera er að mæta engin fyrirfram skráning.

Einsog undanfarin ár verða veitingar bæði uppí golfskála og í Hraunkoti […].

Heimild: Heimasíða Keilis